Ekki gera þessi mistök á húsbílnum

Stærra er ekki alltaf endilega betra þegar kemur að húsbílum.
Stærra er ekki alltaf endilega betra þegar kemur að húsbílum. Ljósmynd/Unsplash/Damon On Road

Hús­bíl­ar hafa verið gríðarlega vin­sæll ferðamáti í sum­ar. Það er þó ým­is­legt sem ber að var­ast þegar kem­ur að því að velja sér hús­bíl. Ef þú hef­ur aldrei leigt þér hús­bíl ætt­irðu að hafa þetta í huga. 

Stærra ekki endi­lega betra

Þar sem þú ert að fara að eyða tölu­verðum tíma í hús­bíln­um viltu hafa það þægi­legt. Til­hugs­un­in um að ferðast á litl­um bíl veld­ur þér jafn­vel inni­lok­un­ar­kennd. Það þýðir þó ekki að stærsti bíll­inn sé besti kost­ur­inn. Sann­leik­ur­inn er hins veg­ar sá að minni bíl­ar eyða tölu­vert minna af bens­íni. Það er auðveld­ara að keyra þá og finna bíla­stæði. Þar að auki er auðveld­ara að pakka í bíl­inn. 

Sleppa prufu­keyrslu

Ef þú tel­ur þig þurfa stærri týpu af hús­bíl eða ert ekki van­ur að keyra stærri bíla er lyk­il­atriði að taka smá pruf­urúnt áður en lagt er af stað. Farðu með bíl­inn á næsta stóra bíla­stæði og keyrðu nokkra hringi og æfðu þig að leggja bíln­um þokka­lega. 

Fylgj­ast ekki með eldsneytis­eyðslunni

Að verða bens­ín­laus uppi á miðri Holta­vörðuheiði er ekki góð byrj­un á ferðalag­inu. Stærri bíl­ar eyða meira og sér­stak­lega ef þeir eru full­ir af fólki og dóti. Það er því mik­il­vægt að gera sér grein fyr­ir eyðslunni þegar lagt er af stað. Þeir sem velja hjól­hýsi í stað hús­bíls ættu einnig sér­stak­lega að vera meðvitaðir um þetta. 

Gleyma að taka hring um bíl­inn áður en lagt er af stað

Það er mjög gott að temja sér að ganga að minnsta kosti einn hring, ef ekki tvo, í kring um hús­bíl­inn áður en lagt er af stað. Passaðu að loka öll­um hler­um og að all­ar leiðslur séu fast­ar. Passaðu líka að loka öll­um skúff­um og skáp­um inni í bíln­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert