Gerðu upp gamlan húsbíl á þremur vikum

Ben, Suz og Whit í húsbílnum sem þau gerðu upp …
Ben, Suz og Whit í húsbílnum sem þau gerðu upp á 3 vikum. Skjáskot/Instagram

Hjón­in Ben og Suz O'Brien frá Utah í Banda­ríkj­un­um ákváðu í sum­ar að kaupa sér gaml­an hús­bíl og gerðu hann upp á mettíma. O'Brien-hjón­in eru mikið ferðafólk en fyr­ir heims­far­ald­ur­inn höfðu þau verið á ferðalagi um heim­inn með son sinn Whit í tvö ár. 

Þau voru stödd í Arg­entínu þegar heims­far­ald­ur­inn skall á og fest­ust þar í nokkr­ar vik­ur. Þau ákváðu að halda heim til Banda­ríkj­anna þegar þau gátu og ákváðu að flytja aft­ur til Utah. Þau skoðuðu marga val­mögu­leika en ákváðu á end­an­um að kaupa hús sem er í bygg­ingu þar. 

Þar sem húsið er enn í bygg­ingu vantaði fjöl­skyld­una sam­astað og ákváðu þau því að splæsa í gaml­an hús­bíl til að búa í næstu sex mánuðina og ferðast um Banda­rík­in á meðan.

Þegar þau keyptu hús­bíl­inn sagði fyrri eig­andi þeim að hann væri í góðu standi. Þegar þau hófu hins veg­ar að gera hann upp kom í ljós að mikið var að hon­um og var hann meðal ann­ars of þung­ur. Að lok­um þurftu þau að rífa upp allt gólfið, skipta um loftræst­ingu, hitakút, og alla klæðning­una að utan. 

Þau gerðu hann líka skín­andi fín­an að inn­an og máluðu alla veggi, inn­rétt­ingu og skiptu út rúm­un­um. Þetta tókst þeim að gera á þrem­ur vik­um og er bíll­inn nú til­bú­inn.

View this post on In­sta­gram

ARE YOU REA­DY??? In almost 3 weeks we: 🟢 Pain­ted all walls 🟢 Pain­ted cup­bo­ards and changed hardware 🟢 Added wallpa­per to bunk beds and bedroom walls 🟢 Made new curtains 🟢 Clea­ned all cus­hi­ons (hard!) and reco­v­ered dinette cus­hi­ons 🟢 Made new table 🟢 Added backslash to bat­hroom and kitchen 🟢 Pul­led up lin­o­le­um and stained floor­ing 🟢 Pain­ted all coun­ters 🟢 Replaced bat­hroom vanity 🟢 Added hallway mirr­or 🟢 Made cu­stom decor ... And that was just the insi­de. We were told the cam­per "wor­ked per­fectly" when we boug­ht it, which tur­ned out to be a big fat lie 😂 In the process of renovat­ing the in­ter­i­or and test­ing systems we had to fix the follow­ing: ❤️ Replace bat­hroom floor­ing ❤️ New AC ❤️ New water hea­ter ❤️ Completely re-caulk exter­i­or ❤️ Change und­ercarria­ge va­por barrier ❤️ New insulati­on ❤️ Change batteries ❤️ New faucets ❤️ Fix hea­ter Plus more I've proba­bly blocked out 😂 But, ho­nestly, I have ZERO regrets. In fact, as we embark on our advent­ure of being a full-time RV family I'm ab­solu­tely exstatic. I love this cam­per! We made it into a home, and it's everything we need right now (physically and emoti­onally!) What a bless­ing this cam­per has been so far, and I'm so excited for the advent­ur­es we're about to have!

A post shared by Suz, Ben & Whit (@obriens­doli­fe) on Sep 8, 2020 at 5:32pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert