Búa í 20 ára gömlum húsbíl

Fjölskyldan býr í 20 ára gömlum húsbíl sem þau gerðu …
Fjölskyldan býr í 20 ára gömlum húsbíl sem þau gerðu upp. Skjáskot/Instagram

Hjón­in Jon­ath­an og Darcy keyptu 20 ára gaml­an hús­bíl í upp­hafi árs 2019. Þau gerðu hann upp og frá apríl byrj­un 2019 hafa þau búið í bíln­um ásamt börn­um sín­um McKenzie og Maxwell.

Ástæðan fyr­ir því að þau keyptu bíl­inn var að syst­ir Darcy, Denise, greind­ist með hvít­blæði. Denise ákvað að sleppa öll­um lækn­is­meðferðum, keypti sér gamla skólar­útu og ákvað að ferðast um Banda­rík­in. Þrátt fyr­ir að hafa unnið sem kenn­ari í 19 ár ákvað syst­ir henn­ar Darcy að gera slíkt hið sama, sagði upp vinn­unni sinni og sann­færði fjöl­skyld­una um að flytja í hús­bíln­um. 

Í eitt og hálft ár hafa Darcy, Jon­ath­an, McKenzie og Maxwell því búið í hús­bíln­um og ferðast um Banda­rík­in í sam­floti við Denise. 

Hægt er að fylgj­ast með fjöl­skyld­unni á In­sta­gram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert