Svala viðurkennir að hafa pissað í náttúrulaug

Kristján Einar og Svala Björgvinsdóttir eru ástfangin eins og má …
Kristján Einar og Svala Björgvinsdóttir eru ástfangin eins og má gjarnan sjá á Instagram. Skjáskot/Instagram

Það er gott að ylja sér við minn­ing­ar frá ferðalög­um sum­ars­ins á tím­um ferðatak­mark­ana. Kær­ustuparið Svala Björg­vins­dótt­ir og Kristján Ein­ar Sig­ur­björns­son gerðu akkúrat þetta í vik­unni og rifjuðu upp þegar Svala yljaði þeim bók­staf­lega í nátt­úru­laug í sum­ar. 

„Sum­arminn­ing­ar,“ skrifaði tón­list­ar­kon­an og birti mynd af kær­asta sín­um kyssa sig í nátt­úru­laug. Ástfangna parið er dug­legt að birta róm­an­tísk­ar mynd­ir af sér en það virðist sem annað og meira en koss á kinn hafi átt sér stað í laug­inni. 

„Var þetta ekki þegar þú lést gula frussið leka í vatnið,“ skrifaði Kristján Ein­ar við mynd Svölu og virðist þar með hafa átt við þvag. 

„Já ást­in mín ég pissaði í nátt­úru­laug,“ skrifaði Svala. „Ég skal viður­kenna það.“

Kristján Ein­ar hélt áfram og sagði hita­stigið í laug­inni hafa farið hratt úr 38 gráðum upp í 42. Af brosköll­um Svölu að dæma fannst henni sag­an fynd­in en ekki fylg­ir sög­unni hvort parið sé að grín­ast eða ekki.

Svala og Kristján Einar rifjuðu upp góðar minningar á Instagram.
Svala og Kristján Ein­ar rifjuðu upp góðar minn­ing­ar á In­sta­gram. Skjá­skot/​In­sta­gram

Vant ferðafólk veit að það er ekk­ert eðli­legra en að pissa úti í nátt­úr­unni eða í salt­an sjó ef því er að skipta. Svo af hverju ekki að pissa í nátt­úru­laug? Svala er ör­ug­gega ekki sú fyrsta. 

View this post on In­sta­gram

Sum­mer memories 💗

A post shared by SVALA (@svalakali) on Nov 3, 2020 at 6:42am PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert