Horfði á lögregluna keyra líkin burt á Tenerife

Snæfríður Ingadóttir og eiginmaður hennar, Matthías Kristjánsson ásamt dætrum sínum …
Snæfríður Ingadóttir og eiginmaður hennar, Matthías Kristjánsson ásamt dætrum sínum þremur þeim Bryndísi, Margréti og Ragnheiði.

Snæfríður Inga­dótt­ir blaðamaður og rit­höf­und­ur er stödd á Teneri­fe ásamt eig­in­manni sín­um og þrem­ur dætr­um þeirra. Fjöl­skyld­an dvel­ur í bæn­um El Medano sem er við suðaust­ur­strönd Teneri­fe.

Í morg­un varð Snæfríður vitni að því í morg­un­göngu sinni að bát hafði skolað á land við strönd­ina Playa del Ca­bezo en í hon­um voru 47 flótta­menn frá Afr­íku. Af þess­um 47 sem voru í þess­um opna bát voru fjór­ir látn­ir. Sam­kvæmt heim­ild­um BBC komu yfir 11.000 flótta­menn frá Afr­íku yfir á Kana­ríeyj­ar í heild sinni árið 2020 en árið áður voru þeir í kring­um 2.500.  

Snæfríður seg­ir að það hafi verið átak­an­legt að verða vitni að þessu. 

„Þetta var mjög óraun­veru­leg upp­lif­un. Lög­regl­an var að keyra lík­in burt um leið og fyrstu sól­ar­dýrk­end­urn­ir voru að mæta á strönd­ina til þess að sleikja sól­ina,“ seg­ir Snæfríður í sam­tali við Ferðavef mbl.is. 

Hún seg­ir að þetta sé skýrt dæmi um það hvernig gæðum fólks í heim­in­um sé mis­skipt.  

„Það er erfitt að hugsa til þess að meðan við för­um í ferðalag af fús­um og frjáls­um vilja þá leggja aðrir af stað ì al­gjörri neyð út í óviss­una, á opn­um bát með eng­um sæt­um né skjóli, í von um betra líf. Lög­regl­an tók á móti þeim sem lifðu af en hvað bíður þeirra er óvíst. Við erum sann­ar­lega for­rétt­inda­fólk, við meg­um ekki gleyma því,“ seg­ir Snæfríður.
Svona lítur báturinn út.
Svona lít­ur bát­ur­inn út. Ljós­mynd/​Snæfríður Inga­dótt­ir
Hér má sjá myndina af bátnum sem flóttamennirnir komu á …
Hér má sjá mynd­ina af bátn­um sem flótta­menn­irn­ir komu á til Teneri­fe. Ljós­mynd/​Snæfríður Inga­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert