Töfrar Mosfellsheiðarleiðar

Mos­fells­heiði er víðlent heiðarflæmi á suðvest­ur­horni lands­ins. Má með nokk­urri ein­föld­un segja að Þing­valla­veg­ur og Suður­lands­veg­ur rammi heiðina inn að norðan- og sunn­an­verðu, hún nái að íbúðarbyggð í Mos­fells­bæ að vest­an­verðu og lang­leiðina að Þing­valla­vatni í austri.

Heiðin er inn­an lög­sögu­marka sex sveit­ar­fé­laga. Þau eru Mos­fells­bær, Reykja­vík­ur­borg, Blá­skóga­byggð, Gríms­nes- og Grafn­ings­hrepp­ur, Sveit­ar­fé­lagið Ölfus og Kópa­vogs­bær. Eign­ar­haldið er ým­ist á hendi sveit­ar­fé­lag­anna sjálfra eða ein­stakra búj­arða en nafn heiðar­inn­ar vís­ar til prests­set­urs­ins á Mos­felli í Mos­fells­dal sem átti vest­ur­hluta heiðar­inn­ar til árs­ins 1933 þegar ís­lenska ríkið festi kaup á þeim hluta. Mos­fells­heiði rís hæst 410 m y.s. í Borg­ar­hól­um sem eru kulnuð eld­stöð. Eld­virkni hef­ur verið víðar á há­heiðinni enda er hún að stór­um hluta þakin grón­um hraun­um. Víðfeðmir mel­ar og móar, grashvamm­ar og tjarn­ir setja einnig sterk­an svip á nátt­úru heiðar­inn­ar.

Fyr­ir tveim­ur árum kom út göngu­leiðaritið Mos­fells­heiðarleiðir sem Ferðafé­lag Íslands gaf út. Í rit­inu eru lýs­ing­ar á sam­tals 23 leiðum. Tólf þeirra eru gaml­ar þjóðleiðir, sex hring­leiðir og fimm línu­veg­ir.

Höf­und­arn­ir Bjarki Bjarna­son, Jón Svanþórs­son og Mar­grét Svein­björns­dótt­ir eru öll þaul­kunn­ug heiðinni og hafa gengið hana þvera og endi­langa á und­an­förn­um árum.

Nokkr­ir lyk­ilstaðir eru á Mos­fells­heiði og frá þeim liggja síðan áhuga­verðar göngu­leiðir.

Bring­ur

Ekið er aust­ur Mos­fells­dal í átt til Þing­valla. Beygt er til hægri af Þing­valla­vegi ofan við Gljúfra­stein og síðan farið eft­ir all­gróf­um mal­ar­vegi um 900 metra leið að eyðijörðinni Bring­um, þar sem hægt er að leggja bíl­um. Nátt­úru­feg­urð er mik­il í Bring­um, út­sýni til hafs og mann­vist­ar­leif­ar frá þeim tíma þegar bú­seta var þar.

Nátt­úr­an og sag­an voru aðalástæður þess að hluti af Bringna­jörðinni var gerður að fólkvangi árið 2014. Hægt er að ganga hring­leið um fólkvang­inn eft­ir göngu­stíg sem ligg­ur frá bíla­stæðinu, fyrst niður að Köldu­kvísl, þar sem get­ur að líta tóft­ir Helgu­sels, síðan upp með ánni að Helgu­fossi og loks í norðurátt að bæj­ar­rúst­um of­ar­lega í tún­inu og til baka á bíla­stæðið. Sú ganga tek­ur um 40 mín­út­ur. Þeir sem kjósa lengri ferðir geta valið um sjö leiðir sem eiga upp­haf sitt hér.

Skeggjastaðir

Leiðin að Skeggja­stöðum ligg­ur til norðurs af Þing­valla­vegi efst í Mos­fells­dal, á móts við bæ­inn Selja­brekku. Eft­ir að hafa ekið 2,2 km í norðurátt kom­um við að Skeggja­stöðum sem var land­nám­sjörðin í Mos­fells­sveit eins og fram kem­ur í Land­námu: „Þórðr skeggi hét maðr. Hann var sonr Hrapps Bjarn­ar­son­ar bunu. Þórðr átti Vil­borgu Ósvalds­dótt­ur. Helga hét dótt­ir þeira. Hana átti Ketil­björn inn gamli. Þórðr fór til Íslands ok nam land með ráði Ing­ólfs í hans land­námi á milli Úlfarsár ok Leiru­vágs. Hann bjó á Skeggja­stöðum. Frá Þórði er margt stór­menni komit á Íslandi.“ Með þenn­an fróðleiks­mola úr Land­námu í vega­nesti hefj­um við för okk­ar um Star­dals­leið.

Vil­borg­ar­kelda

Vil­borg­ar­kelda, oft kölluð Keld­an, er blaut­lent og grasi gróið landsvæði í 220 metra hæð yfir sjáv­ar­máli, aust­ar­lega á Mos­fells­heiði. Þeir sem hyggj­ast fara þangað og koma ak­andi yfir Mos­fells­heiði eft­ir Þing­valla­vegi beygja til hægri inn á Grafn­ings­veg og síðan fljót­lega aft­ur til hægri við Gíslhól, á móts við gáma­svæði sem þar er. Þá erum við kom­in á Þing­valla­veg­inn frá ár­inu 1930 sem ligg­ur hér ofan á Gamla Þing­valla­veg­in­um frá 1896. Farið er um Harðavöll, Ferðamanna­horn og Þor­gerðarflöt. Eft­ir 2,8 km akst­ur kom­um við í Vil­borg­ar­keldu.

Drauga­tjörn

Leiðin að Drauga­tjörn ligg­ur frá Suður­lands­vegi fyrst í átt­ina að Hell­is­heiðar­virkj­un, fram hjá stöðvar­hús­inu og síðan til vinstri, inn á gamla þjóðveg­inn sem lagður var frá Reykja­vík og aust­ur yfir Hell­is­heiði á ár­un­um 1876-1878 og var þjóðbraut­in aust­ur fyr­ir Fjall til árs­ins 1958.

Á mót­um nýja og gamla veg­ar­ins er við hæfi að staldra við og horfa heim að Kolviðar­hóli og jafn­vel að aka þangað um leið og við rifj­um upp þá tíma þegar staður­inn var í al­fara­leið og gest­kvæmt var á Hóln­um. Grasi gró­in veggja­brot minna á blóm­legt mann­líf og merka sögu á horf­inni öld og skammt frá bæj­ar­hóln­um má sjá stór­an, stak­an klett. Þetta er Búa­steinn, nefnd­ur eft­ir Búa Andríðssyni í Kjalnes­inga­sögu en sam­kvæmt henni banaði hann Kolfinni og mönn­um hans á þess­um slóðum.

Eft­ir þenn­an krók á vit sög­unn­ar ökum við stutt­an spöl eft­ir veg­in­um í vesturátt, fram hjá Hús­múla­rétt sem var byggð árið 1967 og end­ur­byggð 2006. Loks er beygt til hægri á vega­mót­um og fljót­lega kom­um við að læstu hliði á veg­in­um. Þar leggj­um við bíln­um.

Lykla­fell

Við Lykla­fell á sunn­an­verðri Mos­fells­heiði eru hreppa­mörk, sýslu­mörk og vega­mót margra leiða sem áður voru fjöl­farn­ar. Lykla­fell var því sann­kallaður lyk­ilstaður og gæti það verið skýr­ing á nafn­inu, þótt þjóðsög­ur hafi tengt það við lykla Skál­holtsstaðar. Sunn­an við fellið eru Vatna­vell­ir við Fó­ellu­vötn sem voru al­geng­ur náttstaður ferðamanna á fyrri tíð.

Hægt er að aka í átt­ina að Lykla­felli eft­ir vegi sem ligg­ur með fram Búr­fells­línu 3. Beygt er af Suður­lands­vegi til norðurs inn á línu­veg­inn en vegna aðgrein­ing­ar akst­urs­leiða á Suður­lands­vegi er aðeins hægt að aka inn á hann þegar komið er úr austri. Þeir sem eru á aust­ur­leið þurfa því að aka að Bláfjalla­vegi, snúa þar við og aka til baka smá­spöl í átt­ina að Reykja­vík þar til beygt er til hægri inn á línu­veg­inn. Hafa skal all­an var­ann á, því að þarna þreng­ist þjóðveg­ur­inn í eina ak­rein í hvora átt og þar er eng­in ve­göxl.

Línu­veg­ur­inn ligg­ur norður yfir Fossvallaá um Vatna­hæð að vega­mót­um við dælu­stöð. Þar er beygt til hægri og ekið í átt­ina að fjall­inu eft­ir vegi sem lagður var vegna lagn­ing­ar á heita­vatns­leiðslu. Þegar við kom­um að öðrum vega­mót­um beygj­um við til vinstri inn á línu­veg og kom­um fljót­lega á stórt plan þar sem gott er að leggja bíl­um.

Elliðakot

Elliðakot er fornt býli í sunn­an­verðri Mos­fells­sveit. Það hét fyrst Hell­ar og síðan Hell­is­kot fram á síðari hluta 19. ald­ar. Bær­inn fór í eyði um miðja síðustu öld en fyrr­um var Elliðakot þekkt­ur án­ing­arstaður ferðamanna af Suður­landi sem gistu þar gjarn­an áður en þeir lögðu í síðasta áfang­ann til Reykja­vík­ur. Þeir sem koma ak­andi úr Reykja­vík og hyggj­ast fara að Elliðakoti beygja af Suður­lands­vegi (nr. 1) til vinstri skammt aust­an við býlið Gunn­ars­hólma. Við vega­mót­in er skilti með bæj­ar­nafn­inu Elliðakot. Ekið er yfir brú á Hólmsá og gegn­um sum­ar­húsa­hverfi og þá kom­um við fljót­lega að rúst­um Elliðakots þar sem við leggj­um bíln­um og höld­um af stað, gang­andi eða ríðandi.

Djúpi­dal­ur

Stysta leiðin frá Reykja­vík í Djúpa­dal ligg­ur um Suður­lands­veg og síðan er beygt inn á Hafra­vatns­veg. Eft­ir 4,6 km akst­ur eft­ir þeim vegi er komið að gatna­mót­um. Á vinstri hönd ligg­ur veg­ur að Hafra­vatni en við höld­um áfram inn á Nesja­valla­leið. Okk­ur ber fljót­lega upp á Rjúpna­ás þar sem við beygj­um til hægri inn á sum­ar­bú­staðaveg og leggj­um bíln­um þar á litlu stæði. Hér blas­ir Djúpi­dal­ur við okk­ur en hann var fyrr­um vin­sæll án­ing­arstaður hesta­manna. Þar var hald­in mik­il veisla til heiðurs Friðriki VIII. kon­ungi og föru­neyti hans þegar hann ferðaðist til Þing­valla sum­arið 1907.

Selja­dal­ur

Til að kom­ast að lyk­ilstaðnum Selja­dal er beygt af Hafra­vatns­vegi inn á veg sem ligg­ur að bæn­um Þormóðsdal. Á hægri hönd niðar Selja­dalsá en snemma á 20. öld var grafið eft­ir gulli við ána með litl­um ár­angri. Leið okk­ar ligg­ur fram hjá Þormóðsdal og áfram að stórri grjót­námu þar sem unnið hef­ur verið efni í mal­bik. Þar beygj­um við til hægri og kom­um fljót­lega á malarpl­an sem er ágætt bíla stæði. Þar tök­um við fram göngu­skóna, fjalla­hjólið eða leggj­um hnakk á hest.

Heim­ild­ir: www.fi.is

Mos­fells­heiðarleiðir, 2019,

Ferðafé­lag Íslands.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert