Allir út að hreyfa sig

Rannsóknir sýna að hreyfing hefur mikil og góð áhrif á …
Rannsóknir sýna að hreyfing hefur mikil og góð áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Flestöll finnum við hvað það gerir okkur gott að fara út og hreyfa okkur. Ljósmynd/Ferðafélag Íslands

Rann­sókn­ir sýna að hreyf­ing hef­ur mik­il og góð áhrif á lík­am­lega og and­lega heilsu. Flest­öll finn­um við hvað það ger­ir okk­ur gott að fara út og hreyfa okk­ur. Það er mann­eskj­um eðlis­lægt að vera úti og njóta úti­vist­ar, anda að sér fersku lofti. Með reglu­legri úti­vist bæt­um við lík­am­legt form og auk­um and­lega vellíðan. Sýnt hef­ur verið fram á að fé­lags­leg­ur stuðning­ur er mjög mik­il­væg­ur. Hringja í vin, vera í hópi og fá stuðning frá öðrum get­ur gert gæfumun­inn fyr­ir suma til að fara út og hreyfa sig.

Rann­sókn­ir sýna að hreyf­ing hef­ur mik­il og góð áhrif á lík­am­lega og and­lega heilsu. Flest­öll finn­um við hvað það ger­ir okk­ur gott að fara út og hreyfa okk­ur. Það er mann­eskj­um eðlis­lægt að vera úti og njóta úti­vist­ar, anda að sér fersku lofti. Með reglu­legri úti­vist bæt­um við lík­am­legt form og auk­um and­lega vellíðan. Sýnt hef­ur verið fram á að fé­lags­leg­ur stuðning­ur er mjög mik­il­væg­ur. Hringja í vin, vera í hópi og fá stuðning frá öðrum get­ur gert gæfumun­inn fyr­ir suma til að fara út og hreyfa sig.

Í Ferðafé­lagi barn­anna, sem er deild inn­an Ferðafé­lags Íslands, settu börn­in sjálf sér regl­ur þegar fé­lagið var stofnað fyr­ir rúm­um 10 árum. Þær regl­ur eru afar góðar og geta svo sann­ar­lega átt við úti­vist og hreyf­ingu full­orðinna.

All­ir geta farið í ferðalag

Við vilj­um gjarn­an hafa vin okk­ar með

Við vilj­um taka þátt í að skipu­leggja ferðina

Okk­ur lang­ar að ganga á und­an og ákveða hraðann

Við vilj­um hafa tíma til þess að leika og upp­lifa spenn­andi hluti

Við vilj­um hafa tíma til að tala um það sem fyr­ir augu ber

Við vilj­um fá eitt­hvað gott þegar tak­mark­inu er náð

Við vilj­um hafa það nota­legt á kvöld­in þegar við erum að gista

Við vilj­um ekki vera köld, blaut eða hrædd.

Ásamt já­kvæðum áhrif­um á lík­am­legt from fylg­ir því mik­il and­leg vellíðan að vera úti og njóta út­sýn­is og úti­ver­unn­ar. Núna þegar vorið er fram und­an gleður líka margt nýtt augað á hverj­um degi. Plönt­ur stinga upp kolli og far­fugl­arn­ir koma til lands­ins og það örv­ar og gleður sál­ar­tetrið. Ekki síst við þær aðstæður sem nú hafa verið í sam­fé­lag­inu sl. ár er mik­il­vægt að leita eft­ir stuðningi og styðja um leið aðra. Það er mik­il­vægt að muna að gott lík­am­legt form og and­leg líðan er mik­il­væg til að kom­ast í gegn­um þá erfiðleika sem tengj­ast Covid-19. Hreyf­ing og úti­vist hef­ur afar já­kvæð áhrif á and­lega líðan okk­ar.

Ásamt jákvæðum áhrifum á líkamlegt from fylgir því mikil andleg …
Ásamt já­kvæðum áhrif­um á lík­am­legt from fylg­ir því mik­il and­leg vellíðan að vera úti og njóta út­sýn­is og úti­ver­unn­ar. Ljós­mynd/​Ferðafé­lag Íslands

Fjöl­breyti­leiki úti­vist­ar

Fjöl­breyti­leiki úti­vist­ar og afþrey­ing­ar tengdri hreyf­ingu úti í nátt­úr­unni hef­ur lík­lega aldrei verið meiri. Fólk hjól­ar, geng­ur, hleyp­ur, skíðar, sigl­ir, ríður út og þannig mætti lengi telja. Öll hreyf­ing er af hinu góða.

Okk­ur líður vel ef við hreyf­um okk­ur á hverj­um degi. Það er ekki aðeins form okk­ar sem verður betra – beina­bygg­ing­in styrk­ist og liðirn­ir mýkj­ast, vöðvakraft­ur­inn í fót­un­um eykst, jafn­vægið batn­ar og hætt­an á að detta og fót­brotna minnk­ar. Flest­ir hafa tekið eft­ir því, að með því að stunda lík­ams­rækt, jafn­vel á hóf­leg­um hraða, örv­ast blóðrás­in í lík­am­an­um; Þessi lík­am­lega áreynsla los­ar svo­kölluð endorf­in sem gera það að verk­um að við slök­um á og finn­um til vellíðunar.

Nú er kjör­inn tími þegar vorið er fram und­an til að reima á sig skóna og fara út og hreyfa sig.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert