Sprengjuógnin sem enginn man eftir

Hjónin héldu upp á tíu ára brúðkaupsafmæli á dögunum.
Hjónin héldu upp á tíu ára brúðkaupsafmæli á dögunum. LEON NEAL

Stutt er síðan Katrín her­togynja og Vil­hjálm­ur prins fögnuðu tíu ára brúðkaup­saf­mæli. Af því til­efni hafa fjöl­miðlar ytra verið dug­leg­ir að rifja upp brúðkaup þeirra. Þar á meðal eru frá­sagn­ir um sprengjuógn fyr­ir brúðkaupið þeirra sem al­mennt hef­ur lítið verið fjallað um. Þar leik­ur Gor­ing-hót­elið í London stórt hlut­verk en Katrín gisti þar nótt­ina fyr­ir brúðkaupið.

Í heim­ild­ar­mynd ITV um brúðkaups­dag­inn þeirra rifjar þáver­andi lög­reglu­stjóri, Bob Broa­dhurst, upp at­vikið. Hann seg­ir lög­regl­una hafi verið á varðbergi gagn­vart ein­stak­ling­um sem voru með kon­ungs­fjöl­skyld­una á heil­an­um.

Lög­regl­an vaktaði sér­stak­lega Gor­ing hót­elið í Belgra­via og lokaði fyr­ir allri al­mennri um­ferð. Aðeins tutt­ugu mín­út­um áður en Katrín átti að yf­ir­gefa hót­elið fékk lög­regl­an frétt­ir af konu að aka um svæðið.

„Ég veit ekki hvernig það gerðist og vil eig­in­lega ekki vita það. En ein­hverj­um tókst að kom­ast inn fyr­ir vaktaða svæðið, keyrði upp að Gor­ing-hót­el­inu og fór út úr bíln­um og hvarf í þvögu fólks sem safn­ast hafði sam­an þar.“

„Þetta var raun­veru­legt vanda­mál. Hugs­an­lega var sprengja í bíln­um. Bíll­inn var svo nærri inn­gangi hót­els­ins og hugs­an­lega gæt­um við ekki komið Katrínu og fylgd­arliði henn­ar út í tæka tíð fyr­ir at­höfn­ina.“

„Sprengju­sér­fræðing­arn­ir okk­ar komu fljótt og úr­sk­urðuðu að ekki væri sprengja í bíln­um. Þá var hægt að halda upp­runa­legri áætl­un. Aum­ingja ein­stak­ling­ur­inn sem átti bíl­inn. Kannski var þetta túristi sem vissi ekk­ert hvað hann var að gera. En bíll­inn var í slæmu ásig­komu­lagi eft­ir at­vikið, með eng­ar hurðir og stöðumæla­sekt.“

Goring-hótelið í Belgravia er glæsilegt í alla staði. Þar dvaldi …
Gor­ing-hót­elið í Belgra­via er glæsi­legt í alla staði. Þar dvaldi Katrín her­togynja nótt­ina fyr­ir brúðkaupið sitt. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert