Það er meira en eldgos á Reykjanesi

Við Garðskagavita er hvít og falleg strönd, en þaðan er …
Við Garðskagavita er hvít og falleg strönd, en þaðan er æðislegt að horfa á sólsetrið. Á sumrin er svo hægt að spila þar strandblak og því ekki vitlaust að taka boltann með í ferðina. Ljósmynd/Þráinn Kolbeinsson

Það má bú­ast við því að fjöldi fólks ætli sér að skoða eld­gosið í Geld­inga­döl­um á Reykja­nesi um þessa hvíta­sunnu­helgi. Veður­spá­in er góð fyr­ir Reykja­nesið á þess­ari fyrstu ferðahelgi sum­ars­ins. Við skul­um skoða aðeins nán­ar hvað Reykja­nesið hef­ur upp á að bjóða meira en eld­gos.

Á Reykja­nesi er ein­hver sér­stæðasta og stór­feng­leg­asta nátt­úra sem þekk­ist í ná­grenni hðfuðborg­ar­svæðis­ins. Á meðal þess sem fyr­ir augu ber eru hver­ir og gufustrók­ar, hraun­breiður, fugla­björg, gíg­ar, hell­ar og ný­verið eld­gos.

Þrátt fyr­ir mikla ná­lægð við Reykja­vík er Reykja­nesið það landsvæði sem ef­laust marg­ir Íslend­ing­ar eiga eft­ir að upp­götva al­menni­lega og læra að njóta. Ferðavef­ur mbl.is fékk senda nokkra fjöl­skyldu­væna ferðamola frá Heklunni, At­vinnuþró­un­ar­fé­lagi Suður­nesja.

Skess­an í hell­in­um

Ljós­mynd/Þ​rá­inn Kol­beins­son

Það er nauðsyn­legt að kíkja í heim­sókn á Skess­una í hell­in­um ef maður á leið um Reykja­nesið. Skess­an í hell­in­um sit­ur í fullri stærð í hell­in­um sín­um, Svarta­helli, við smá­báta­höfn­ina í Gróf í Reykja­nes­bæ.

Skess­an er verk­efni unnið upp úr bók­un­um um Siggu og Skess­una eft­ir Her­dísi Eg­ils­dótt­ur. Hell­ir­inn er gríðar­stór, enda þarf Skess­an mikið pláss, en hann tel­ur 150 fm. Að sjálf­sögðu er hell­ir­inn skreytt­ur eft­ir höfði Skess­unn­ar.

Karl­inn - Gígtappi

Karl­inn er um 50-60 m hár klett­ur eða gígtappi, sem stend­ur í haf­inu úti fyr­ir Val­ar­hnúk. Karl­inn er vin­sæll ferðamannastaður enda er hann ótrú­lega mik­il­feng­leg­ur, sér­stak­lega þegar ald­an skell­ur á með mikl­um ofsa.

Gunnu­hver

Ljós­mynd/Þ​rá­inn Kol­beins­son

Gunnu­hver er staðsett­ur rétt hjá Reykja­nes­vita, en þar er mikið jarðhita­svæði. Gunnu­hver er þekkt­asti hver­inn þar og dreg­ur hann nafn sitt af Guðrúnu sem sögð er hafa gengið aft­ur og valdið mikl­um usla á svæðinu, þar til Ei­ríki Magnús­syni, presti í Vogsós­um, tókst að koma draugn­um niður með því að senda hann í hver­inn.

Brim­ketill

Ljós­mynd/Þ​rá­inn Kol­beins­son

Brim­ketill er sér­kenni­leg laug í sjáv­ar­borðinu vest­ast í Staðarbergi, stutt frá Grinda­vík. Hann lík­ist helst heit­um potti, sér­stak­lega á sól­rík­um dög­um, en vatnið í hon­um er þó ís­kald­ur sjór og ekki æski­legt til baðferða.

Reykja­nesviti

Ljós­mynd/Þ​rá­inn Kol­beins­son

Reykja­nesviti er ein­stak­lega tign­ar­leg­ur viti sem stend­ur efst á Bæj­ar­felli. Reykja­nesviti er elsti viti lands­ins, en hann var reist­ur 1908. Stutt er á milli Gunnu­hvers og Reykja­nes­vita og upp­lagt að slá tvær flug­ur í einu höggi.

Brú milli heims­álfa

Ljós­mynd/Þ​rá­inn Kol­beins­son

Aust­ur­hluti lands­ins til­heyr­ir því Evr­asíuflek­an­um en vest­ur­hluti lands­ins til­heyr­ir Norður-Am­er­íkuflek­an­um. Skil­in milli flek­anna birt­ast okk­ur ým­ist sem opn­ar sprung­ur og gjár, eða sem gíg­araðir. Búið er að byggja brú yfir fleka­skil­in, upp af Sand­vík á Reykja­nesi, og þú get­ur þess vegna labbað með alla fjöl­skyld­una á milli heims­álfa.

Fjöru­ferð í Grinda­vík

Ljós­mynd/Þ​rá­inn Kol­beins­son

Farðu með fjöl­skyld­una í fjöru­ferð á strönd­inni vest­an Grinda­vík­ur. Þetta er mik­il­feng­legt svæði með fjöl­skrúðugu fugla­lífi og gróðurfari. Meðfram sjáv­ar­tjörn­um er hraunkant­ur og djúp­ar vatns­fyllt­ar gjár. Svæðið er á nátt­úru­m­inja­skrá og ekki að ástæðulausu.

Strönd­in við Garðskaga­vita

Ljós­mynd/Þ​rá­inn Kol­beins­son

Við Garðskaga­vita er hvít og fal­leg strönd, en þaðan er æðis­legt að horfa á sól­setrið. Á sumr­in er svo hægt að spila þar strand­blak og því ekki vit­laust að taka bolt­ann með í ferðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert