Heitar pítsur úr sjálfsala

Viðskiptavinur sækir pöntunina sína í pítsusjálfsalann í Rómarborg.
Viðskiptavinur sækir pöntunina sína í pítsusjálfsalann í Rómarborg. AFP

Nýjasta æðið í Rómaborg er pítsusjálfsalar. Rómverjar flykkjast í sjálfsalana sem eru opnir allan sólarhringinn en það eru bandarískir frumkvöðlar sem eiga hugmyndina, fyrir eiga þeir baguette-sjálfsala í París og er pítsusjálfsalinn hannaður eftir sömu hugmyndafræði. 

Pítsusjálfssalinn er vinsæll og á annatíma myndast oft röð í …
Pítsusjálfssalinn er vinsæll og á annatíma myndast oft röð í hann AFP

Pítsusjálfsalinn virkar þannig að fyrst hnoðar vélin deig og fletur það út svo úr verði átta tommu baka. Næst kemur þartilgerð pípa og sprautar pítsusósu yfir bökuna sem er á snúningsgrind og ostinum er síðan dreift yfir á sama hátt. 

Kona ráðfærir sig við vin hvaða álegg hún ætti að …
Kona ráðfærir sig við vin hvaða álegg hún ætti að velja ofan á pítsuna sína AFP

Það tekur svo aðeins 90 sekúndur fyrir pítsuna að bakast í ofni sem er innbyggður í pítsusjálfsalann. Þegar pítsan er tilbúin er hún afgreidd til viðskiptavinar í gegnum lúgu á sjálfsalanum og fylgir með einnota pítsuhnífur, eldhúspappír og tvenns konar krydd.

 Wizz Air bjóða upp á beint flug til Rómar frá 16. júlí. 

Það tekur aðeins þrjár mínútur að baka pítsuna í pítsusjálfsalanum
Það tekur aðeins þrjár mínútur að baka pítsuna í pítsusjálfsalanum AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert