Í ferðalag með kærastanum og svo til Íslands

Ásdís Rán býr í Búlgaríu en kemur til Íslands í …
Ásdís Rán býr í Búlgaríu en kemur til Íslands í sumar. Ljósmynd/Aðsend

Fyr­ir­sæt­an Ásdís Rán Gunn­ars­dótt­ir býr í Búlgaríu en ætl­ar að koma heim til Íslands í sum­ar. Hún ætl­ar að reyna að ferðast aðeins með kær­ast­an­um áður en hún hitt­ir fjöl­skyld­una á Íslandi eft­ir lang­an aðskilnað. 

Ásdís seg­ir að allt hafi lokað í Búlgaríu vegna kór­ónu­veirunn­ar en von­ast til þess að það breyt­ist. Hingað til hef­ur hún verið að þjálfa VIP-kúnna í Pul­se-lík­ams­rækt­ar­stöðvun­um í Búlgaríu og taka að sér til­fallandi Icequ­een-verk­efni. „Von­andi fer þetta allt að breyt­ast núna og lífið að byrja aft­ur,“ seg­ir Ásdís bjart­sýn í sum­argír.

„Það er kom­in geggjuð sum­arstemn­ing, garðarn­ir og borg­in full af lífi. Það er tónlist, fal­leg blóm og sól­in skín. Það er mikið mann­líf hér í Sófíu og borg­in er svo fal­leg í sum­ar­lit­un­um. Svo er ekk­ert betra en að sitja úti á þaksvöl­un­um mín­um og horfa á fjalla­út­sýnið og borg­ina með morgunkaffið í 20 stiga hita,“ seg­ir Ásdís um stemn­ing­una í Búlgaríu.

Ætlar þú að koma til Íslands í sum­ar?

„Já, ég kem í mánuð núna í lok júní, aðallega til að hitta fjöl­skyld­una og von­andi ferma dótt­ir mína 15. ág­úst. Það hef­ur lítið verið um ferðalög síðasta árið útaf covid og börn­in mín hvert í sínu land­inu þannig að það verður skemmti­legt „family reuni­on“ loks­ins!“

Ásdís Rán tekur morgunkaffið úti á svölum enda 20 stiga …
Ásdís Rán tek­ur morgunkaffið úti á svöl­um enda 20 stiga hiti á morgn­ana. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað er annað á dag­skrá í sum­ar? 

„Ég stefni á að ferðast eitt­hvað ein með kær­ast­an­um í júní áður en ég fer til Íslands. Það er ekki al­veg búið að ákveða hvert þar sem covid-regl­urn­ar eru alltaf að breyt­ast og það verður vænt­an­lega skyndi­val á landi eða sum­ar­leyf­isstað hér í ná­grenn­inu þegar nær dreg­ur. Svo erum við með þrjú af okk­ar sex börn­um hér í Búlgaríu í júní í fríi þannig að sum­arið er orðið þétt­bókað. Þegar ég kem aft­ur út í haust fer ég í upp­tök­ur fyr­ir þýsk­an þátt sem verður gerður um vin­konu mína Ruju Ignatova og er að vinna í litl­um þætti sem ég verð með sjálf.“

Hvað finnst þér al­gjört möst að gera á sumr­in í Búlgaríu?

„Það er möst að ferðast hér um landið, það er svo mikið af glæsi­leg­um heilsu­lind­um í boði, bæði við Svarta­hafið og svo líka langt uppi í fjöll­um í stór­kost­legu fjallaum­hverfi. Mér finnst alltaf gam­an að upp­götva eitt­hvað nýtt hér inn­an­lands.“

Ásdís Rán hef­ur verið með ann­an fót­inn í Búlgaríu síðan 2008 auk þess sem hún hef­ur búið í Þýskalandi, Aust­ur­ríki, Rúm­en­íu, Spáni og Svíþjóð. Hún var mikið á flakki þegar hún var að læra að verða þyrluflugmaður. „En er núna með framtíðar­plön um það að búa hér í Sófíu næstu árin. Það eru marg­ar góðar minn­ing­ar til en mér fannst mjög vænt um það að fá alla fjöl­skyld­una til mín þegar ég varð fer­tug, þá voru börn­in mín, mamma, syst­ir, mak­ar og fleiri með mér í nokk­urra vikna æv­in­týri í Búlgaríu rétt áður en að covid skall á,“ seg­ir Ásdís um góðar minn­ing­ar frá Búlgaríu. 

Það eru margar framúrskarandi heiluslindir í Búlgaríu að sögn Ádísar.
Það eru marg­ar framúrsk­ar­andi heiluslind­ir í Búlgaríu að sögn Ádís­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Þorir þú al­veg að ferðast þrátt fyr­ir covid?

„Já, ég er ekki stressuð yfir veik­inni og er ónæm af ein­hverj­um ástæðum, lík­leg­ast þar sem ég er í O-blóðflokki og það er nán­ast ómögu­legt að fá veiruna fyr­ir fólk í mín­um blóðflokki. Það eru flest­ir bún­ir að fá þetta í kring­um mig en ég virðist ekki geta smit­ast þótt ég „basically“ sleiki covid-sjúk­ling. Ég kýs ekki bólu­setn­ingu nema ég hrein­lega verði neydd í hana út af ferðareglu­gerðum en þetta verður von­andi sjálf­stætt val hvers og eins.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert