Fór í afmælisferð til New York

Angelina Jolie fór til New York um helgina.
Angelina Jolie fór til New York um helgina. AFP

Leikkonan Angelina Jolie fagnaði 46 ára afmæli á föstudaginn. Hún varði afmælishelginni í New York með börnum sínum. Leikkonan sást á JFK-flugvellinum ásamt börnunum á laugardaginn. 

Ferðin til New York með öllum börnunum er líklega kærkomin eftir forræðisdeiluna við Brad Pitt sem lauk á dögunum. Öll börnin sex voru með í ferð að því er fram kemur á vef Page Six en Jolie sést ekki oft með alla hersinguna. Jolie og Pitt eiga Maddox 19 ára, Pax 17 ára, Zahöru 16 ára, Shiloh 14 ára og tvíburana Vivienne og Knox 12 ára. 

Leikkonan ferðast með stæl. Hún var í ljósum frakka frá Christian Dior þegar hún lenti í New York og útvíðum gallabuxum. Hún var síðan með töskur frá hátískumerkjum á borð við Louis Vuitton.

Angelina Jolie ásamt fjórum af sex börnum sínum.
Angelina Jolie ásamt fjórum af sex börnum sínum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka