Pétur fór til Nepals í leit að sannleika

Pétur Óskar Sigurðsson er mikill heimsborgari.
Pétur Óskar Sigurðsson er mikill heimsborgari. Ljósmynd/Aðsend

Pét­ur Óskar Sig­urðsson leik­ari og tón­list­armaður gef­ur út tónlist und­ir nafn­inu Oscar Leo­ne. Pét­ur er mik­ill heims­hornaflakk­ari, lærði alþjóðasam­skipti í Bost­on og leik­list í Par­ís. Eins og aðrir hef­ur hann dvalið tölu­vert meira á Íslandi und­an­farið en útþráin er far­in að toga í hann. 

„Án þess að monta mig of mikið þá myndi ég segja að ég væri frek­ar van­ur ferðalög­um. Pabbi er gam­all flugmaður og hef­ur það því alltaf verið mér mjög eðlis­lægt að vera á flandri, fæ það frá hon­um. Ég er ekki jafnd­ug­leg­ur að ferðast um Ísland þótt ég geri það að sjálf­sögðu en ein­hvern veg­inn þarf ég að kom­ast til út­landa til að slökkva al­veg á heil­an­um. Þegar ég ferðast á Íslandi líður mér of oft eins og ég eigi að vera að gera eitt­hvað. Vinna eða eitt­hvað,“ seg­ir Pét­ur um hvernig hann er van­ur að ferðast. 

Pét­ur var van­ur að vera á flakki og því breytt­ust ferðavenj­ur hans tölu­vert í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um. „Þær breytt­ust mjög mikið á þessu ári og síðasta. Maður hef­ur nátt­úr­lega bara verið fast­ur hér á Íslandi. Það hef­ur kennt mér að meta landið meira. Landið okk­ar er svo ótrú­lega fal­legt og miðað við hryll­ings­sög­urn­ar sem maður heyrði úti í heimi fannst mér gott að vera bara hér. Leið eins og ég ætti heima í The Shire í Lord of the Rings og í heilt ár var maður bara þar, að líta inn á við og halda sér rétt­um meg­in við lín­una. Það var hollt fannst mér.“

Hvað stóð upp úr í fyrra­sum­ar þegar það mátti ekki ferðast er­lend­is? „Hvernig maður var eig­in­lega neydd­ur að staldra aðeins við og hugsa: Hvernig vil ég haga lífi mínu? Hvað er mér mik­il­vægt og hvað má fara sína leið? Mér fannst líka mjög næs að eiga landið út af fyr­ir okk­ur í smá tíma og gefa því smá hvíld. Held að við höf­um öll haft gott af því að skipta úr víruðum sjötta gír niður í viðráðan­leg­an þriðja.“

Pétri líður best á flakki.
Pétri líður best á flakki. Ljós­mynd/​Aðsend

Ferðalag til Nepals stend­ur upp úr

Ferðalög hafa kennt Pétri margt en það eft­ir­minni­leg­asta er ferðalag sem hann fór í til Nepals. „Ég fór þangað einn í leit að ein­hverj­um sann­leika og eitt af því sem ég lærði þar er hvað við erum góðu vön hvað viðkem­ur til dæm­is því hvernig við búum. Þarna bjó ég í alls kon­ar aðstæðum, bæði á gisti­heim­il­um í Kat­mandú og svo tekof­um í Himalaja­fjöll­un­um. Og þetta ýtti und­ir míni­mal­ismapæl­ing­ar hjá mér. Að við þurf­um ekki allt þetta dót sem við söfn­um að okk­ur. Við erum al­veg jafn­ham­ingju­söm, ef ekki ham­ingju­sam­ari, ef við eig­um minna af dóti. Að sjá sól­ina rísa yfir Anna Purna-fjallag­arðinum er líka nokkuð sem eng­inn sem það sér gleym­ir á þess­ari lífs­leið,“ seg­ir Pét­ur. 

Pét­ur kann vel við sig einn en seg­ist hafa áttað sig á því á ferðalög­um sín­um að hann er fé­lags­vera. Hann seg­ir dýr­mætt að geta deilt minn­ing­um með öðru fólki. „Ég fann það sterkt í Nepal hvað mig langaði að hanga með fólki og deila minn­ing­um. Þannig að ég var bara far­inn að tala við alls kon­ar fólk og spyrja hvort ég mætti hanga með því og það var ótrú­lega fal­legt. Held við séum öll þar; að vilja til­heyra og vera séð. Maður lær­ir það í svona aðstæðum.“

Ljós­mynd/​Aðsend

Jap­an tog­ar

Pét­ur ætl­ar að byrja sum­arið á að ein­beita sér að því að gefa út lög­in Hrædd­ir litl­ir strák­ar og Sjald­an er ein bár­an stök. Það fer eft­ir því hvernig mynd­bands­gerðin geng­ur hvenær þau koma út en hann seg­ist vera mjög spennt­ur þar sem þetta er í fyrsta skipti sem hann gef­ur út lög á ís­lensku og leik­stýr­ir eig­in mynd­bönd­um. „En svo er ég að spá í að kíkja til Spán­ar eða Jap­ans í mánuð. Það fer dá­lítið eft­ir þess­ari blessuðu veiru en ég hef ekki tekið mér svona langt frí síðan ég var ung­ling­ur. Mig lang­ar að af­tengja mig aðeins, fara af sam­fé­lags­miðlum og leyfa næstu skref­um í lífi mínu að koma til mín. Svör­in koma yf­ir­leitt þegar ég er vel hvíld­ur og í trausti við Guð og menn. Ég mun í mesta lagi taka gít­ar­inn með ef ske kynni að ein­hver hug­mynd spretti fram. Það ger­ist oft í nýju um­hverfi. Og já, bara synda í sjón­um og borða paellu eða sus­hi. Sjá eitt­hvað nýtt.“

Gítarinn er oft með í ferðalögum.
Gít­ar­inn er oft með í ferðalög­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Upp­á­haldsstaður á Íslandi? „Hafn­ar­fjörður. Hjartað. Er al­inn þar upp frá tíu ára aldri. Þar ól ég mann­inn," seg­ir Pét­ur, sem býr nú við Meðals­fells­vatn. 

Hvert dreym­ir þig um að fara? „Jap­ans. Fór þangað sem krakki en lang­ar að fara aft­ur – finn að það tog­ar í mig. Jafn­vel búa þar í nokkra mánuði og sjá hvað það er. Mér líður eins og Jap­an­inn sé kom­inn lengra í ákveðnum pæl­ing­um og mig lang­ar að tappa aðeins inn í það. Eða Berlín­ar. Það er kom­in lúmsk út­landaþrá í mig. Svo lang­ar mig að fara á Hornstrand­ir og ganga Lauga­veg­inn, á það eft­ir. Að keyra Vest­f­irðina er líka alltaf ein­stök upp­lif­un.“

Það heyr­ist vel á Pétri að það er kom­in mik­il útþrá í hann. Hann seg­ist hafa það aðeins of þægi­legt á Íslandi og lang­ar að kom­ast út til þess að hrista upp í kerf­inu. Hann seg­ist samt vera ró­leg­ur hér og líða vel. „Það væri eng­inn heimsend­ir ef ég þyrfti að vera bara hér. Það er líka hægt að ferðast inn­an­lands, á alls kon­ar hátt.“

Sterk­ar teng­ing­ar við Banda­rík­in

Pét­ur lærði alþjóðasam­skipti í Bost­on-há­skóla áður en hann flutti til Par­ís­ar til að hefja nám í leik­list. Hann seg­ir banda­rísku borg­ina alltaf eiga sér­stak­an sess í hjarta sínu. „Ég var þar í há­skóla og á svo marg­ar fal­leg­ar minn­ing­ar þaðan. Þegar ég fer þangað núna labba ég bara um og tár­ast, af þakk­læti og nostal­g­íu,“ seg­ir Pét­ur og minn­ist góðra tíma þar sem hann og Jón Jóns­son tón­list­armaður voru her­berg­is­fé­lag­ar.

Pétur keyrði strandlengjuna frá Los Angeles til San Francisco.
Pét­ur keyrði strand­lengj­una frá Los Ang­eles til San Francisco. Ljós­mynd/​Aðsend

Big Sur í Kali­forn­íu er einnig í upp­á­haldi. „Það er ynd­is­leg­ur staður og mæli ég með því að keyra strand­lengj­una frá Los Ang­eles til San Francisco alla­vega einu sinni á lífs­leiðinni. Mæli með að gista í bæ sem heit­ir Cambria og taka göngu­túr um Moon­st­one Beach um morg­un­inn. Ekki týna vísa­kort­inu ykk­ar þar samt – það gerði ferðina aðeins erfiðari en hún hefði þurft að vera.

New York. Ég á mjög marg­ar fal­leg­ar minn­ing­ar þaðan. Á marga vini þar og ork­an í þess­ari borg er svo sterk. Fær mann til að trúa á stærri hluti og að maður geti gert meira við líf sitt. Spýt­ir í mann fram­kvæmda- og drauma­ork­unni.“

Pétur hefur búið víða og ferðast um heiminn en er …
Pét­ur hef­ur búið víða og ferðast um heim­inn en er eins og er á Íslandi. Ljós­mynd/​Aðsend

Par­ís fal­leg og erfið

„Berlín er líka æði. Ég fer oft þangað því ég á það til að vinna þar sem leik­ari. Og líka út af Kit Kat Club. Ferð þar inn sem ákveðin týpa en kem­ur út allt önn­ur. Mjög frels­andi og skemmti­leg­ur staður. Mat­ur­inn í Berlín er líka geggjaður. Ég ferðast mikið líka bara til að kynn­ast mat­ar­menn­ing­unni. Kann vel við lönd sem eru með holl­an og góðan mat.“

Pét­ur lék ný­verið í þátt­un­um Ver­búð sem Vest­urport fram­leiðir. Hann lék þar lítið en fal­legt hlut­verk og seg­ir langþráðan draum hafa ræst. „Það er ein af ástæðum þess að ég fór í leik­list­ar­skóla og því var ég him­in­lif­andi þegar það gerðist. Draum­ur sem varð að veru­leika og ég vissi það á meðan það var að ger­ast og gat notið þess í raun­tíma. Mig langaði ekk­ert heim eft­ir dag­inn, langaði bara að hanga þarna áfram þótt ég væri löngu bú­inn í tök­um,“ seg­ir Pét­ur. Hann lék líka í þátt­un­um Capitani sem eru frá Lúx­em­borg en sýnd­ir á Net­flix. Í þátt­un­um spreyt­ir Pét­ur sig á lúx­em­borgsku. 

Pétur segir erfitt en fallegt að búa í París.
Pét­ur seg­ir erfitt en fal­legt að búa í Par­ís. Ljós­mynd/​Aðsend

Pét­ur lærði list sína í Cours Flor­ent í Par­ís. „Par­ís. Hún er jafn­fal­leg og hún er erfið. Ég var í mjög strembnu leik­list­ar­námi þar. Fór út sem ein­hvers kon­ar fót­boltatýpa sem var vel meðvituð um sjálfa sig yfir í að verða leik­list­ar­nemi í Par­ís. Þau um­skipti tóku á en ég er rosa­lega þakk­lát­ur fyr­ir það í dag. Að hjóla í Par­ís um miðja sum­arnótt er nokkuð sem ég mun aldrei gleyma og geymi í hjart­anu að ei­lífu.

Þar get­ur þú bara verið að hjóla fram hjá Notre Dame, Eif­fel-turn­in­um, Signu og bör­un­um öll­um sem iða af lífi á einni kvöld­stund. Hún gerði mig að manni og verð ég henni æv­in­lega þakk­lát­ur fyr­ir. Er­nest Hem­ingway lýsti henni best að mínu mati þegar hann sagði: „If you are lucky enough to have li­ved in Par­is as a young man, then wh­erever you go for the rest of your life it stays with you, for Par­is is a mo­vea­ble fe­ast.““

Pétur lærði leiklist í París.
Pét­ur lærði leik­list í Par­ís. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert