Húðskammaður fyrir að slökkva á pósti konu sinnar

Maðurinn ákvað að taka málin í sínar hendur og slökkva …
Maðurinn ákvað að taka málin í sínar hendur og slökkva á tilkynningum í síma konu sinnar á meðan þau voru á ferðalagi. Ljósmynd / Getty Images

Um­hyggju­sam­ur eig­inmaður ætlaði ekki að láta vinnu­póst eig­in­konu sinn­ar eyðileggja ferðalagið þeirra. Hann slökkti á tölvu­póst­stil­kynn­ing­um í síma henn­ar án þess að láta hana vita. Hann fékk skamm­ir yfir sig á sam­fé­lags­miðlin­um Reddit þegar hann sagði frá uppá­tæki sínu. 

Eig­inmaður­inn var meðal ann­ars sakaður um að bera ekki virðingu fyr­ir eig­in­konu sinni og var at­hæfið sagt niðrandi að því er fram kem­ur á vef Daily Mail

Maður­inn sagði að kon­an hans fengi ekki nógu mikið borgað til að vera stöðugt að kíkja á tölvu­póst­inn sinn. Hann slökkti því á til­kynn­ing­um sem komu frá póst­hólf­inu henn­ar og gerði ráð fyr­ir að hún gæti lesið póst­inn þegar hún kæmi aft­ur úr ferðalag­inu. „Ég átta mig á að hún vill ekki mæta óund­ir­bú­in í næstu viku. En hún hún hef­ur næg­an tíma til þess að lesa tölvu­póst­inn í flug­vél­inni á leiðinni heim,“ skrifaði maður­inn og endaði á að spyrja hvort það hefði verið rangt af sér að taka sím­ann og slökkva á til­kynn­ing­un­um án þess að láta hana vita. 

„Já,“ skrifuðu flest­ir sem svöruðu á þræðinum. Marg­ir bentu mann­in­um á að hann hefði átt að tala við kon­una sína áður en hann ákvað að fara á bak við hana. 

Er síminn að eyðileggja fríið?
Er sím­inn að eyðileggja fríið? AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert