Katrín Tanja og kærastinn ástfangin í Lundúnum

Brooks Laich og Katrín Tanja Davíðsdóttir í Lundúnum.
Brooks Laich og Katrín Tanja Davíðsdóttir í Lundúnum. Skjáskot/Instagram

Crossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir og fyrrverandi íshokkíkappinn Brooks Laich eyddu jólahátíðinni saman í Lundúnum. Katrín birti fallega myndaseríu af parinu í höfuðborg Bretlands þar sem meðal annars má sjá þau í Hyde Park. 

Katrín Tanja og Laich opinberuðu samband sitt fyrr á þessu ári, eða um það leyti sem hún lauk keppni á heimsleikunum í crossfit. Katrín flutti heim frá Bandaríkjunum nú í vetur en hann ferðast um víða veröld starfs síns vegna, en hann á fyrirtæki í ferðaþjónustu. 

Af Instagram að dæma er Katrín Tanja þó komin aftur heim til Íslands eftir góða daga á Bretlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert