Hjálpar fólki að endurheimta lífsorkuna á Kanaríeyjum

Gist er á hótelinu Vital Suites sem er staðsett á …
Gist er á hótelinu Vital Suites sem er staðsett á milli Ensku strandarinnar og Maspalomas. Vital Suites er staðsett á friðsælum stað nálægt Maspalomas sandöldunum.

Hvað er betra en sand­ur, sól, vellíðan og heilsu­rækt und­ir ber­um himni? Unn­ur Pálm­ars­dótt­ir mannauðsráðgjafi, hóp­tíma­kenn­ari og eig­andi Fusi­on hef­ur síðustu ár farið í fjór­ar ferðir með ís­lenska hópa til Gran Can­aria, sem oft­ast eru kallaðar Kana­ríeyj­ar á Íslandi. Mark­mið heilsu­ferða Unn­ar er að fólk end­ur­heimti lífs­ork­una en ferðirn­ar hafa gert mikið fyr­ir fólk sem hef­ur farið í kuln­un. 

Unn­ur seg­ir Kana­ríeyj­ar hafi á seinni hluta 19 ald­ar orðið mik­ill heilsu­áfangastaður og þessi staður sér til­val­inn ef fólk vill end­ur­heimta lífs­orku sína í mildu hita­stigi. 

„Ég er þessa dag­ana að und­ir­búra ferðina sem við köll­um Heilsu­rækt huga, lík­ama og sál­ar sem fram fer 15.-22. mars á veg­um Úrval Útsýn. Þetta er fjórða heilsu­ferðin mín til Kana­ríeyja en í þess­um ferðum hef ég verið að bjóða upp á upp­lif­un og fræðslu. Áhersl­an er að rækta lík­ama, sál, auka vellíðan og njóta þess að vera til. Það er ynd­is­legt að stunda hreyf­ingu í fal­legu um­hverf­inu á Kana­ríeyj­unni sem er þekkt fyr­ir mjög mikla veður­sæld og ynd­is­legt lofts­lag allt árið um kring,“ seg­ir Unn­ur. 

Unnur Pálmarsdóttir fer með hóp til Kanaríeyja í mars.
Unn­ur Pálm­ars­dótt­ir fer með hóp til Kana­ríeyja í mars.

Unn­ur seg­ir að næsta ferð sé fyr­ir alla ald­urs­hópa.

„Ferðin er fyr­ir heilsu­rækt­ar­unn­end­ur og einnig þá sem hafa greinst með slit- og vöðvagigt, síþreytu og fleira. Nú hafa svo marg­ir greinst með kuln­un í starfi og streit­an er als­ráðandi í ís­lensku sam­fé­lagi þar sem breyt­ing­ar eru frá degi til dags. Ég hef lagt áherslu á að dag­skrá­in höfði til allra. Ferðin hent­ar öll­um ald­urs­hóp­um og hvaða formi sem þú ert í. Í síðustu ferð var ald­ur­inn frá 30 - 75 ára og skemmtu sér allri mjög vel og fundu eitt­hvað við sitt hæfi. Unnið er með hvernig hægt er byggja upp lík­ama og sál án streitu og and­legs álags. Það er eng­in skylda að mæta í skipu­lagða dag­skrá, það hef­ur hver sína henti­semi. All­ir eru vel­komn­ir í þessa ferð. Þú get­ur komið með hvort sem þú hef­ur prófað pila­tes, jóga, dans eða stundað heilsu­rækt og hreyf­ingu. Ferðin er einnig up­p­lögð fyr­ir þá sem hafa lent í kuln­un á vinnustað og eru að vinna sig frá streitu og hlaða batte­rí­in í líf­inu.“

Á milli ensku strandarinnar og Maspalomas er eyðimörk sem er …
Á milli ensku strand­ar­inn­ar og Maspalom­as er eyðimörk sem er mjög heill­andi. Quin­ten Bra­em/​Unsplash

Eru Íslend­ing­ar ferðaþyrst­ir eft­ir þenn­an langa og stranga veirufar­ald­ur?

„Já, mjög svo. Það þrá flest­ir að kom­ast út í hit­ann og sól­ina til að stytta vet­ur­inn. Lífið í dag er breytt og við vit­um hvað þarf til að ferðast og sótt­varn­ir á Kana­ríeyj­um eru mjög góðar. En auðvitað fer þetta eft­ir hverj­um og ein­um og aðal­atriðið er að fara var­lega, spritta sig og nota grím­una úti sem er skylda á viss­um stöðum.“

Hvað mæl­ir þú með að fólk skoði á þess­ari sól­ríku eyju?

„Eyj­an er svo fal­leg en ég myndi mæla með fyr­ir fjöl­skyld­ur að heim­sækja eyj­una og byrja á því að fara íPal­mitosPark sem er skemmti­leg­ur æv­in­týra­heim­ur fyr­ir alla ald­urs­hópa. Þar er hægt að sjá  höfr­unga­sýn­ing­ar og fjöl­breytt dýra­líf sem er í skemmtig­arðinum. Í LasPalmas, sem er höfuðborg Kana­ríeyja, er hið þekkta Kristó­fer Kól­umbus safn og sæ­dýra­safniðPoema­del MarAquari­um.Aqua­land íMaspalom­as er skemmti­leg­ur renni­brautag­arður fyr­ir alla ogAma­dor­es strönd­in er alltaf svo fal­leg. Það er nóg af spenn­andi stöðum að skoða og upp­lifa á þess­ari fal­legu eyju fyr­ir utan göngu­ferðir á strand­lengj­unni,“ seg­ir hún.

Hér má sjá vitann sem er við Maspolamas.
Hér má sjá vit­ann sem er við Maspolam­as. Unsplash

Af hverju vald­ir þú Kana­ríeyj­ar um­fram aðra áfangastaði og hvað ger­ir eyj­una svo ein­staka? „Ég hef oft ferðast til eyj­anna og var á vinna á Lanzarote á Club La Santa í mörg ár. Þegar ég kom til Kana­ríeyja þá heillaðist ég svo mikið af eyj­unni, menn­ing­unni og fólk­inu þar og ákvað að bjóða upp á heilsu­efl­andi nám­skeiðs ferðir í framtíðinni. Þátt­tak­end­ur koma end­ur­nærðir til­baka, marg­ir breyta um mat­ar­ræði, byrja að stunda hug­leiðslu og vinna að því að minnka streitu í dag­legu lífi. Lofts­lagið á Kana­ríeyj­um er sér­stak­lega hollt, gott og heil­næmt. Í ferðinni stund­um við lík­ams- og heilsu­rækt í sól­inni alla daga og ég er með fyr­ir­lestra og fræðslu um heilsu­tengd efni.“

Unn­ur seg­ir að hún fari með hóp­inn í dags­ferð til Pu­erto De Mogán á meðan á ferðinni stend­ur sem stund­um eru kallaðar litlu Fen­eyj­ar. Það verður líka farið á markaðinn í þorp­inu og í sigl­ingu á Yellow Boat.

„Það er í miklu upp­á­haldi hjá mér að sigla meðfram strönd­inni og upp­lifa stór­brotið langslag og dýfa sér í sjó­inn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert