Spáir hækkandi sól í Tórínó

Beta á sviðinu í Tórínó í gær en fyrir utan …
Beta á sviðinu í Tórínó í gær en fyrir utan höllina var hellidemba. Samsett mynd

Það var rign­ing í Tór­ínó í gær þegar ís­lensku eurovisi­on­far­arn­ir tóku æfðu í annað sinn á sviðinu. Þegar horft er til veðurs á að ræt­ast held­ur bet­ur úr veðrinu í ít­ölsku eurovisi­on­borg­inni og sól­in fer að skína í næstu viku. 

Á upp­á­haldsveðursíðu Íslend­inga, Yr.no, má sjá að það spá­ir rign­ingu í dag og aðeins 14 stiga hita. Það á einnig að vera skýjað á laug­ar­dag­inn og rigna aðeins á aðfaranótt sunnu­dags. Þegar nær dreg­ur keppni fer að birta til sem við Íslend­ing­ar hljót­um að vona að sé tákn­rænt fyr­ir nafnið á lag­inu og gengi Íslands í keppn­inni í ár. 

Þegar lagið Með hækk­andi sól verður flutt á fyrra undanúr­slita­kvöld­inu á þriðju­dag­inn 10. maí verður sól og allt að 24 stiga hiti ef marka má norsku spánna. Á laug­ar­dag­inn 14. maí þegar úr­slit­in fara fram verður svo allt að 27 stiga hiti í Tór­ínó. 

Veðurspáin fyrir Tórínó.
Veður­spá­in fyr­ir Tór­ínó. Skjá­skot/​Yr.no
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert