Borðaði pizzu eins og Julia Roberts í Napólí

Julia Roberts sem Elizabeth Gilbert í myndinni Eat Pray Love.
Julia Roberts sem Elizabeth Gilbert í myndinni Eat Pray Love.

Íslend­ing­ar streyma eins og aldrei fyrr til Napólí. Það besta við borg­ina er pizzurn­ar enda er flat­bak­an ættuð frá Napólí. Per­sóna Ju­liu Roberts í mynd­inni Eat Pray Love fór alla leið til Napólí til þess að smakka bestu pizzu í heimi og er pizz­astaður­inn að sjálf­sögðu til í al­vör­unni. 

Pizz­astaður­inn heit­ir L'­antica Pizzer­ia Da Michele. Hann er ekki fínn og tek­ur bara þrjár mín­út­ur að borða pizzuna. Það gæti hins veg­ar tekið lang­an tíma að bíða eft­ir borði en marg­her­itu pizz­an er al­gjör­lega þess virði. 

Mynd­in Eat Pray Love er gerð eft­ir sam­nefndri bók sem fjall­ar um El­iza­beth Gil­bert. Gil­bert fer í langt ferðalag til þess að finna sjálfa sig og meðal ann­ars borða yfir til­finn­ing­ar sín­ar á Ítal­íu. 

Hægt er að fljúga beint með Wizz air til Napólí. Þaðan er hægt að skoða borg­ina en einnig er stutt að fara og skoða Pom­pei og njóta lífs­ins Am­al­fi-strönd­inni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert