Markmið að prjóna heilan kílómetra

Þrjár kynslóðir að færa Höllu veifur.Halla Benediktsdóttir, Vera Guðmundsdóttir, Tinna …
Þrjár kynslóðir að færa Höllu veifur.Halla Benediktsdóttir, Vera Guðmundsdóttir, Tinna Magnúsdóttir og Anna Guðrún Hugadóttir. Ljósmynd/Aðsend

Þjóðhátíðardag­ur Íslend­inga verður hald­in hátíðleg­ur í Tív­olí­inu í Kaup­manna­höfn. Sú hug­mynd kom upp að prjóna veif­ur úr ís­lenskri ull til að skreyta svæðið fyr­ir stóra dag­inn. Halla Bene­dikts­dótt­ir um­sjónamaður Jóns­húss í Kaup­manna­höfn stend­ur fyr­ir verk­efn­inu.

„Þetta fannst mér frá­bært tæki­færi, bæði fannst mér það upp­hefð fyr­ir hand­prjón að vera með í fagnaðinum, en auk þess er ég að vinna í húsi Jóns Sig­urðsson­ar og þjóðhátíðardag­ur­inn er jú fæðing­ar­dag­ur hans,“ seg­ir Halla. 

Hug­mynd­in að prjóna­veif­un­um kem­ur upp­haf­lega frá hönnuðinum Vé­dísi Jóns­dótt­ur. Hún skreytti jóla­tré í Heiðmörk í fyrra með veif­um úr ónot­hæf­um lopa­peys­um. Halla, Fríða Hjaltested, Guðný Trausta­dótt­ir, Katrín Tinna Gauks­dótt­ir og Sig­ur­björg Elín Hólm­ars­dótt­ir eru forsprakk­ar þessa verk­efn­is fyr­ir Tív­olíið. Veif­urn­ar fyr­ir þjóðhátíðardag­inn verða prjónaðar úr ís­lensk­um lopa en einnig verða nokkr­ar unn­ar úr göml­um ónot­hæf­um lopa­peys­um

Prjónakvöld í Jónshúsi. Prjónakvöld alla þriðjudaga í maí.
Prjóna­kvöld í Jóns­húsi. Prjóna­kvöld alla þriðju­daga í maí. Ljós­mynd/​Aðsend

Halla Bene­dikts­dótt­ir hef­ur skrifað upp­skrift að veifu fyr­ir þá sem vilja hjálpa til, mik­il­vægt er að taka mið af ís­lenska fán­an­um þegar hugað er til lita­vals.

„Við finn­um fyr­ir mikl­um áhuga og vit­um af fólki sem er að prjóna í Fær­eyj­um, Svíþjóð, Íslandi og hér í Dan­mörku. Við vit­um um nokkr­ar sem prjóna eina veifu á dag og ætla prjóna í það minnsta eina veifu á dag út maí. Svo ætl­ar Helga Han­sen að prjóna í það minnsta 100 veif­ur, en í síðustu viku var hún búin að prjóna 80 stykki. Mark­miðið okk­ar er að prjóna 1000 veif­ur í heild­ina.“

Halla seg­ist vona að sem flest­ir geti tekið þátt og að mark­miðið sé að prjóna heil­an kíló­metra af veif­um. Hug­mynd­in er að veif­urn­ar verði svo nýtt­ar aft­ur á næsta ári. 

Íslenskar prjónaðar veifur
Íslensk­ar prjónaðar veif­ur Ljós­mynd/​Aðsend

Hægt er að skila inn veif­um í Litlu prjóna­búðinni í Skeif­unni, Hand­prjóna­sam­band­inu á Skóla­vörðustígn­um og í Prjóna­búð Eddu á Strand­götu í Hafnafirðinum, hægt er að skila inn veif­um til 31. maí. Tekið er á móti veif­um í Dan­mörku í Jóns­húsi og prjóna­búðinni Garnk­i­osken á Ama­ger í Kaup­manna­höfn.

Face­book hóp­ur verk­efn­is­ins þar sem finn má upp­skrift af veif­un­um. htt­ps://​www.face­book.com/​prjon­um­veif­ur

Katrín Tinna Gauksdóttir, Guðný Traustadóttir, Isabella Ammentorp og Halla Benediktsdóttir …
Katrín Tinna Gauks­dótt­ir, Guðný Trausta­dótt­ir, Isa­bella Ammentorp og Halla Bene­dikts­dótt­ir í Tív­olí­inu. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert