Eru þetta ljótustu borgirnar?

Sao Paulo þykir ekki skemmtileg stórborg. Umferðin er í rugli …
Sao Paulo þykir ekki skemmtileg stórborg. Umferðin er í rugli og margir stoppa ekki á rauðu ljósi á nóttunni því það vill forðast að lenda í glæpamönnum. Unsplash.com/Bianca Monteiro

Blaðamaður The Times fer hörðum orðum um nokkr­ar borg­ir sem hann tel­ur þær allra ljót­ustu í heim­in­um. Við hjá Ferðavef MBL.is vör­um við því sem koma skal því í sum­um til­fell­um er ekki hægt að „af­sjá“ ljót­leik­ann.

Charleroi í Belg­íu

„Þeir sem hríf­ast af ryði finna margt við sitt hæfi hér,“ skrif­ar blaðamaðurin Jamie Laf­fer­ty. „Þá er þetta kjör­inn staður fyr­ir þá sem eru að leita að sviðsmynd fyr­ir næstu Mad Max mynd sem ger­ist í rign­ing­unni. Hnign­un iðnaðar­ins er megin­á­stæða fyr­ir því af­hverju borg­in lít­ur svona öm­ur­lega út. Það fyndna er að hún get­ur ekki einu sinni af­sakað þetta með því að vera fyrr­ver­andi komm­ún­ista­ríki. Hin fal­lega Bru­ges er skammt frá en gæti allt eins verið á ann­arri plán­etu!“

Kou­vola í Finn­landi

„Þarna virðist andagift og inn­blást­ur koma til að deyja. Borg­in minn­ir á biðsal spít­ala. Þarna er nóg af grá­um stein­steypu­bygg­ing­um. Stund­um er borg­inni líkt við kló­sett eða norðurkóreiskri leik­sýn­ingu, með gælu­nafnið Kou­viet Uni­on. Mottóið þar er allt er vænt sem vel er steypt.“

Fair­banks í Banda­ríkj­un­um

„Ótrú­lega lit­laus og óeft­ir­minni­leg borg sem bless­un­ar­lega er um­kringd mik­illi nátt­úru­feg­urð Alaska rík­is. En borg­in sjálf er flöt og óeft­ir­tekt­ar­verð. Þar er eng­inn miðbæj­ar­kjarni og fátt til að haf­ast við.“

Bar­ents­burg í Nor­egi

„Þessi bær á Sval­b­arða lík­ist einna helst fang­lesi norður­slóðanna. Hefði það drepið þá að reyna aðeins að hressa svæðið við með ein­hverju dúndri? Það sem meira er að til þess að viðhalda statusi sín­um þá verður Bar­ents­burg að vera með virka kola­námu. Hvað er betra en smá óhreinn iðnaður á ann­ars tand­ur­hrein­um stað?“

Kota Kina­balu í Malas­íu

„Það má fyr­ir­gefa fólki fyr­ir að halda að þegar það heim­sæki Kota Kia­balu þá taki krútt­leg­ir órang­út­ar vin­gjarn­lega á móti þeim strax og þeir stíga úr flug­vél­inni. Um­kringd­ir grasi og nátt­úru­feg­urð. Þeir verða um­svifa­laust fyr­ir von­brigðum enda borg­in ekk­ert annað en völ­und­ar­hús stein­steypu, leiðin­leg­ar versl­un­ar­miðstöðvar og hræðileg um­ferð. Þeir sem eru með á nót­un­um forða sér um­svifa­laust á nær­liggj­andi eyj­ar.“

Sao Pau­lo í Bras­il­íu

„Ríó hef­ur gyllt­ar strend­ur í massa­vís, fal­leg fjöll og hót­el í art deco stíl. Ekki Sao Pau­lo. Það er kannski óumflýj­an­legt að stærsta borg Bras­il­íu sé óheill­andi staður. En hún er bara svo rosa­lega óheill­andi að það sting­ur í aug­un. Borg­in er mjög óör­ugg sér­stak­lega á kvöld­in því bíl­ar stoppa ekki á rauðu ljósi því þeir eru svo hrædd­ir um að vera rænd­ir. En skamm­degið fel­ur að minnsta kosti krassið á veggj­um ljótra bygg­inga. Þá er þar fátt að sjá og um­ferðin í rugli. Borg­in er eins óskil­virk og hún er óá­huga­verð.“



Það er ekkert að frétta í Barentsburg í Noregi.
Það er ekk­ert að frétta í Bar­ents­burg í Nor­egi. Unsplash.com/​Chris Har­vard
Umferðaröngþveiti og ljótar byggingar einkenna þessa borg í Malasíu. Betra …
Um­ferðaröngþveiti og ljót­ar bygg­ing­ar ein­kenna þessa borg í Malas­íu. Betra er að dvelja í eyj­un­um þar í kring. Unsplash.com/​Haydn Gold­en
Gömul iðnaðarborg í Belgíu sem hefur fátt til síns ágætis.
Göm­ul iðnaðar­borg í Belg­íu sem hef­ur fátt til síns ágæt­is. Unsplash.com/​Nicolas Lesoil
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert