Ragnhildur lét drauminn rætast í Valencia

Ragnhildur Þrastardóttir flutti til Valencia á Spáni.
Ragnhildur Þrastardóttir flutti til Valencia á Spáni. Ljósmynd/Aðsend

Ragn­hild­ur Þrast­ar­dótt­ir blaðamaður dvaldi á Spáni all­an síðasta vet­ur með kær­asta sín­um. Parið ákvað að prófa eitt­hvað nýtt og sinnti vinnu í fjar­vinnu á meðan þau voru úti. Borg­in Valencia varð fyr­ir val­inu en lífið í borg­inni snýst um að borða góðan mat og njóta þess að vera til. 

„Vet­ur­inn árið 2020 var mjög yfirþyrm­andi hvað varðar veður, far­sótt og álag í vinnu. Ég hef alltaf verið mjög hrif­in af spænskri menn­ingu og tungu­mál­inu og hafði al­veg síðan ég dvaldi þar í einn mánuð og var í spænsku­skóla sem ung­ling­ur stefnt á að búa þar ein­hvern dag­inn í lengri tíma. Þegar fjar­vinna varð eðli­legri fyr­ir fólki í far­aldr­in­um og vet­ur­inn nálgaðist ákváð ég ásamt kær­ast­an­um mín­um að við skyld­um bara drífa okk­ur út í hálft ár og taka vinn­una með okk­ur. Ég minnkaði við mig en hann hélt áfram í fullu starfi og það var lítið mál að sinna vinn­unni að utan,“ seg­ir Ragn­hild­ur um ástæðu þess að hún flutti til Spán­ar. 

Frá Kayak-ferð í nálægum bæ.
Frá Kayak-ferð í ná­læg­um bæ.

„Við skoðuðum marg­ar borg­ir á Spáni en kom­umst að þeirri niður­stöðu að Valencia væri hæfi­lega stór fyr­ir okk­ur, þar er til­tölu­lega milt veður all­an vet­ur­inn, nóg af veit­inga­stöðum og alls kon­ar menn­ing­ar­legri starf­semi en samt stutt að skjót­ast út í sveit með lest í dags­ferðir, sem við þurft­um al­veg á að halda þegar við feng­um nóg af borg­ar­líf­inu.“

Frá ráðhústorginu í Valencia.
Frá ráðhús­torg­inu í Valencia. Ljós­mynd/​Aðsend

Auðmýkj­andi reynsla að tala ekki tungu­málið

Hvernig var að búa á Spáni yfir vetr­ar­tím­ann?

„Það var al­veg frá­bært. Ég hafði aldrei áður búið er­lend­is og þetta var ótrú­lega skemmti­leg reynsla. Það var býsna kær­komið að losna við lægðirn­ar og þægi­legt að geta alltaf farið út úr húsi án þess að dúða sig upp.“

Frá Túria-almenningsgarðinum.
Frá Túria-al­menn­ings­garðinum. Ljós­mynd/​Aðsend

Ertu orðin góð í spænsku?

„Við skul­um segja að ég sé orðin betri. Ég stundaði spænsku­nám þris­var sinn­um í viku í nokkra mánuði og lærði slatta af því en lærði eig­in­lega mest á því að reyna að spjalla við fólkið í kring­um mig. Það heppnaðist oft vel en stund­um var erfitt að geta ekki tjáð sig al­menni­lega eða átt inni­halds­rík­ar sam­ræður. Það opnaði samt líka augu mín og var al­veg auðmýkj­andi reynsla; að prófa að vera smá öðru­vísi og utangátta í sam­fé­lag­inu.“

Valencia er borg fyrir matgæðinga.
Valencia er borg fyr­ir mat­gæðinga. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað ein­kenn­ir borg­ina? 

„Þetta ró­lega and­rúms­loft sem við erum svo langt frá á Íslandi. Fólk er ekk­ert að æsa sig og kann að njóta stund­ar­inn­ar. Ég vona að ég hafi náð að taka svo­lítið af því með mér heim enda þurfti ég klár­lega á því að halda.“

Ströndin er staðsett í um 10 kílómetra fjarlægð frá miðbænum.
Strönd­in er staðsett í um 10 kíló­metra fjar­lægð frá miðbæn­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Að borða góðan mat og njóta

Ragn­hild­ur seg­ir mjög gott úr­val af veit­inga­stöðum í Valencia. 

„Við bjugg­um í hverf­inu Ruzafa sem er eig­in­lega nýi miðbær­inn þó að hús­in séu flest göm­ul. Bara í göt­unni okk­ar, Car­rer de Ca­diz, voru ör­ugg­lega ná­lægt 40 veit­inga­stöðum og bör­um. San­grí­an er býsna vin­sæl þarna úti og svo eru þeir snill­ing­ar í Paellu. Við erum græn­met­isæt­ur og það var al­mennt mjög lítið mál að finna góðan græn­met­is­mat á veit­inga­stöðum borg­ar­inn­ar.

Frá Mercat Central.
Frá Mercat Central. Ljós­mynd/​Aðsend

Upp­á­hálds veit­ingastaður­inn minn í borg­inni er framúr­stefnu­leg­ur sus­hi-staður sem heit­ir Kawori, hann er mjög lít­ill og það er smá skemmti­staðastemmn­ing þar inni. Þeir bjóða upp á mjög frum­legt sus­hi og úr­valið af græn­met­is-sus­hi var eitt það besta sem ég hef séð. Við mætt­um alltaf bara og báðum um eitt­hvað græn­met­is og þá báru þjón­arn­ir í okk­ur því­lík­ar kræs­ing­ar þar til við sögðum stopp.“

Það er auðvelt að skreppa út úr borginni og í …
Það er auðvelt að skreppa út úr borg­inni og í nær­liggj­andi bæi þar sem er fjöldi skemmti­legra göngu­leiða. Þessi mynd er tek­in í Buñol. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað er ómiss­andi að sjá og gera í Valencia?

„Valencia er full­kom­in borg til þess að rölta um, borða eitt­hvað gott og versla. Þar er mjög stór al­menn­ings­garður sem áður var ár­far­veg­ur. Hann heit­ir Túria og ég fór þangað nán­ast dag­lega þegar mig vantaði aðeins meira pláss en boðið er upp á á göt­um Ruzafa sem eru oft­ar en ekki full­ar af glaðlyndu fólki. Svo eru í gamla bæn­um, hverf­inu El Car­men, marg­ar fal­leg­ar gaml­ar bygg­ing­ar og magnaðar kaþólsk­ar kirkj­ur fyr­ir þau sem hafa áhuga á slíku.

Churros og heitt súkkulaði.
Churros og heitt súkkulaði. Ljós­mynd/​Aðsend

Svo er ómögu­legt að heim­sækja Valencia án þess að fara í Lista­borg­ina, stórt svæði með bygg­ing­um sem eru hannaðar í takt við lík­ams­bygg­ingu fiska (sjón er sögu rík­ari). Við hjóluðum líka nokkr­um sinn­um í hverfi sem kallað er Litlu Fen­eyj­ar og er um átta kíló­metra frá borg­inni sjálfri. Þar eru lit­rík hús, bát­ar við bryggju og nota­leg strönd.“

Geitaostasalat er vinsæll réttur í borginni.
Geita­osta­sal­at er vin­sæll rétt­ur í borg­inni. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig er full­kom­inn dag­ur í Valencia?

„Bestu dag­arn­ir okk­ar í Valencia fólust í ró­legu rölti yfir í gamla bæ­inn þar sem Mercat Central er staðsett­ur. Þar er kjörið að kaupa sér fersk kirsu­ber, líta svo við í einni af fjöl­mörg­um bóka­búðum borg­ar­inn­ar, og rölta niður í Túría og eyða deg­in­um þar í bók­lestri og sól. Ef svengd­in er mik­il þá verð ég að fá að mæla með besta fala­felstaðnum í bæn­um, líb­anska staðnum Pasteler­ia de Li­banes, en þar er hægt að grípa með sér alls kon­ar vefj­ur og sæt­indi. Staður­inn er í eigu líb­anskr­ar fjöl­skyldu og er fólkið þar sér­stak­lega gest­risið,“ seg­ir Ragn­hild­ur. 

„Ef við vor­um í skapi fyr­ir eitt­hvað aktív­ara þá leigðum við okk­ur gjarn­an hjól og hjóluðum upp í litlu þorp­in í kring­um Valencia sem eru mjög skemmti­leg eða leigðum okk­ur tenn­is­völl en tenn­is er mjög vin­sæl íþrótt í Valencia.

Skroppið til Xàbia á hjólum.
Skroppið til Xàbia á hjól­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Svo er auðvitað nauðsyn­legt að fara út í mat og drykk um kvöldið og get ég líka mælt með veit­ingastaðnum Balí hvað það varðar. Þar er mjög sér­stök stemmn­ing en eig­end­urn­ir hafa hannað staðinn þannig að gest­um líði eins og þeir séu raun­veru­lega stadd­ir í Indó­nes­íu. Það er þó nauðsyn­legt að bóka borð þar með góðum fyr­ir­vara.

Sem sagt. Full­kom­inn dag­ur í Valencia snýst aðallega um að borða góðan mat og til­einka sér hug­ar­far heima­manna: Að njóta hverr­ar mín­útu,“ seg­ir Ragn­hild­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert