Flugfreyjur gefa mikilvæg öryggisráð

Tvær flugfreyjur deila mikilvægum öryggisráðum með lesendum, en þær fara …
Tvær flugfreyjur deila mikilvægum öryggisráðum með lesendum, en þær fara alltaf eftir ákveðinni öryggisrútínu þegar þær bóka sig inn á hótelherbergi. Ljósmynd/Colourbox

Flugliðar eru ekki óvan­ir því gista ein­ir á hót­el­her­bergj­um víða um heim, en flug­freyja nokk­ur seg­ir ákveðinn ótta geta fylgt því og fer því alltaf eft­ir ákveðinni ör­ygg­is­rútínu í hvert sinn sem hún bók­ar sig inn á hót­el. Flug­freyj­an seg­ir ótta sinn stafa af reynslu eft­ir að reynt var að brjót­ast inn á hót­el­her­bergi henn­ar í stoppi. 

Flug­freyj­an deildi rútínu sinni á sam­fé­lags­miðlin­um TikT­ok. Hún seg­ist „ekki vera með of­sókn­aræði“ held­ur sé hún kona sem hafi ferðast mikið og lært af reynslu sinni. 

Þegar flug­freyj­an opn­ar hurðina á hót­el­her­bergi sínu byrj­ar hún á því að setja ferðatösku sína fyr­ir hurðina svo hún lok­ist ekki. Þetta ger­ir hún svo hún kom­ist fljótt út ef ske kynni að hún þyrfti að flýja. 

Hún skoðar síðan inn í alla skápa, und­ir rúm­in og inn á baðher­bergi til að ganga úr skugga um að eng­inn sé að bíða eft­ir henni í her­berg­inu. Að því loknu sæk­ir hún ferðatösku sína og læs­ir hurðinni með sér­stakri læs­ingu. 

Al­gengt að hót­el­her­bergi séu tví­bókuð

Önnur flug­freyja deildi nokkr­um ör­ygg­is­ráðum á vef The Sun. Hún seg­ist hafa gert það að vana að sofa og klæða sig alltaf með keðjuna krækta á hurðinni.

Flug­freyj­an seg­ist alltaf banka á hurðina áður en hún geng­ur inn, jafn­vel þó hún haldi að hún sé sú eina sem er með lyk­il að her­berg­inu. „Ég hef gengið inn á hluti sem ég þurfti alls ekki að sjá,“ sagði hún. 

„Ég var flug­freyja í rúm­an ára­tug og eyddi ótal nótt­um ein á hót­el­her­bergj­um. Það er ekki óal­gengt að hót­el tví­bóki óvart her­bergi sín og ég hef margoft vaknað við að ein­hver opni hurðina mína,“ sagði flug­freyj­an. 

Það get­ur því borgað sig að fara eft­ir ör­ygg­is­ráðum flugliðanna, enda óneit­an­lega sjóaðir í þess­um efn­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert