Tíu fegurstu smábæir Evrópu

Samsett mynd

Við könn­umst mörg við stóru borg­irn­ar í Evr­ópu sem eru marg­ar hverj­ar efst á lista ferðaunn­enda, enda þekkt­ar fyr­ir mikla feg­urð og ríka sögu. Í Evr­ópu leyn­ast hins veg­ar fjöl­marg­ir fal­leg­ir smá­bæ­ir sem eru vissu­lega minna þekk­ir, en ekki síður fal­leg­ir. Þeir eru hinn full­komni staður fyr­ir þá sem dreym­ir um ferðalög inn­an Evr­ópu en kjósa að halda sig fjarri mannþröng og asa stór­borg­anna. 

Ferðavef­ur­inn tók sam­an tíu smá­bæi í Evr­ópu sem þykja með þeim feg­urstu.

Bled í Slóven­íu

Það er góð ástæða fyr­ir því að Bled-vatnið er einn vin­sæl­asti áfangastaður Slóven­íu, enda verður út­sýnið ekki mikið betra. Það er þó fleira en út­sýnið sem dreg­ur ferðamenn að bæn­um, en hann þykir afar heill­andi. Íbúa­fjöldi í bæn­um er um 8.171 manns. 

Bled, Slóveníu.
Bled, Slóven­íu. Ljós­mynd/​Unsplash/​Johnny Africa

Portree í Skotlandi

Mik­il nátt­úru­feg­urð um­lyk­ur Portree sem tal­inn er vera einn af mest sjarmer­andi litl­um bæj­um Bret­lands þar sem raðir af pastellituðum hús­um gleðja sann­ar­lega augað. Íbúa­fjöldi í Portree er um 2.480 manns. 

Portree, Skotlandi.
Portree, Skotlandi. Ljós­mynd/​Unsplash/​Col­in and Meg

Din­ant í Belg­íu

Din­ant er lít­ill bær sem er staðsett­ur við kletta­svæði við Muse-ána í Belg­íu. Bæn­um er oft líkt við sviðsmynd úr Disney-kvik­mynd, með ótrú­legri got­neskri dóm­kirkju og köstul­um frá 16. öld. 

Dinant, Belgíu.
Din­ant, Belg­íu. Ljós­mynd/​Unsplash/​Di­ogo Brandao

Hallstatt í Aust­ur­ríki

Það er eitt­hvað al­veg ein­stakt við Hallstatt, enda óneit­an­lega einn fal­leg­asti smá­bær í Evr­ópu. Í bæn­um finn­ur þú kirkj­ur frá 12. öld, iðandi markaðstorg og heil­an hell­ing af nota­leg­um veit­inga­stöðum. Íbúa­fjöldi í Hallstatt er um 779 manns. 

Hallstatt, Austurríki.
Hallstatt, Aust­ur­ríki. Ljós­mynd/​Pex­els/​Aliaks­andra Lie­bers

Giet­hoorn í Hollandi

Bær­inn, sem oft er kallaður „Fen­eyj­ar Hol­lands“ hef­ur enga vegi, aðeins hjóla­stíga og síki. Það er vin­sælt að skoða bæ­inn með báti, eða á skaut­um yfir vetr­ar­mánuðina. Íbúa­fjöldi í Giet­hoorn er um 2.620 manns. 

Giethoorn, Hollandi.
Giet­hoorn, Hollandi. Ljós­mynd/​Unsplash/

Assos á Grikklandi

Assos er heill­andi þorp sem er um­kringt hinu bláa Miðjarðar­hafi. Þar er íbúa­fjöldi aðeins um 88 manns og því til­val­in staður fyr­ir þá sem vilja kom­ast í ró­legt frí fjarri asa stór­borg­anna. 

Assos, Grikklandi.
Assos, Grikklandi. Ljós­mynd/​Unsplash/​Victor Ma­lyus­hev

Reine í Nor­egi

Bær­inn er staðsett­ur á eyj­unni Moskenesøya í Ló­fóten-eyja­klas­an­um í norðvest­ur­hluta Nor­egs. Þetta lit­ríka fiskiþorp er um­kringt fal­leg­um fjöll­um og ís­köld­um sjón­um, en þar er íbúa­fjöldi um 314 manns. 

Reine, Noregi.
Reine, Nor­egi. Ljós­mynd/​Unsplash/​Ben Wicks

Guimarães í Portúgal

Guimarães er í norður­hluta Portúgal, en bær­inn er oft kallaður „vöggu­borg“ Portú­gals þar sem fyrsti kon­ung­ur lands­ins, Afon­so Henriqu­es, fædd­ist í bæn­um í byrj­un 1100. Miðbær­inn er skráður á heims­minja­skrá UNESCO með ein­stakri portú­galskri bygg­ing­ar­list sem nær 600 ár aft­ur í tím­ann. Íbúa­fjöldi í bæn­um er um 152.309 manns. 

Guimaraes, Portúgal.
Guim­araes, Portúgal. Ljós­mynd/​Unsplash/​Bruno Mart­ins

Český Krum­lov í Tékklandi

Bær­inn er oft sagður vera litla út­gáf­an af stór­borg­inni Prag, en hægt er að ganga þvert yfir bæ­inn á inn­an við 30 mín­út­um. Fal­leg rauð þök, got­nesk­ir kast­al­ar og fal­leg torg með gos­brunn­um ein­kenna borg­ina sem hef­ur um 13.056 íbúa. 

Český Krumlov, Tékklandi.
Český Krum­lov, Tékklandi. Ljós­mynd/​Unsplash/​Mica­ela Par­ente

Lauter­brunn­en í Sviss

Alpa­bær­inn Lauter­brunn­en er ein­stak­lega fal­leg­ur, en um­hverfið er þó það sem stel­ur al­gjör­lega sen­unni. J. R. R. Tolkien, höf­und­ur Hringa­drótt­ins­sögu og Hobbitans, notaði bæ­inn sem inn­blást­ur fyr­ir hinn skáldaða Ri­vendell-dal í Hringa­drótt­ins­sögu. Íbúa­fjöldi bæj­ar­ins er um 2.452 manns.

Lauterbrunnen, Sviss.
Lauter­brunn­en, Sviss. Ljós­mynd/​Unsplash/​Yura Lytkin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert