Með eyjuna á heilanum í yfir áratug

Sara-Yvonne Ingþórsdóttir í draumaferðalaginu.
Sara-Yvonne Ingþórsdóttir í draumaferðalaginu. Ljósmynd/Aðsend

Sara-Yvonne Ingþórs­dótt­ir, kenn­ari og barna­bóka­höf­und­ur, fór í æv­in­týra­lega ferð til Frönsku Pó­lý­nes­íu í fyrra. Hana hafði dreymt um að skoða Bora Bora síðan hún sá mynd­ina Coup­les Retreat árið 2009. 

„Mynd­in er tek­in upp þar og hef ég verið með eyj­una á heil­an­um al­veg síðan þá.
Bora Bora er ein af mörg­um eyj­um sem til­heyra Frönsku Pó­lý­nesí­unni og eru kom­in nokk­ur ár síðan ég kynnti hug­mynd­ina um ferðalag þangað fyr­ir mann­in­um mín­um,“ seg­ir Sara-Yvonne. Hún seg­ir að þau hafi loks­ins ákveðið að skella sér í fyrra í fjór­ar vik­ur eft­ir að hafa skoðað svæðið og lesið ferðasög­ur annarra. 

Sara-Yvonne seg­ir að Franska Pó­lý­nesía sé eyja­klasi í Kyrra­haf­inu sem sam­an­standi yfir hundrað eyj­um. „Flest­ir kann­ast lík­leg­ast helst við eyj­arn­ar Tahítí og Bora Bora. Svæðið til­heyr­ir Frakklandi og þarna er töluð franska og tahítíska. Á Bora Bora og Mo'or­ea töluðu þó flest­ir ensku, en á Rang­iroa og þar í kring er minni túrismi og tal­ar fólkið því aðallega frönsku,“ seg­ir hún en þetta eru ein­mitt eyj­arn­ar sem hjón ákváðu að skoða sér­stak­lega. 

Sara-Yvonne Ingþórsdóttir fór með manninum sínum í draumaferðina í fyrra.
Sara-Yvonne Ingþórs­dótt­ir fór með mann­in­um sín­um í drauma­ferðina í fyrra. Ljós­mynd/​Aðsend

Syntu með hvöl­um

„Fyrsta eyj­an sem við heim­sótt­um var Mo'or­ea, en við völd­um hana aðallega vegna þess að okk­ur langaði að synda með hnúfu­bök­um. Árlega frá júlí til nóv­em­ber flykkj­ast hnúfu­bak­ar til eyj­unn­ar til þess að fjölga sér og er þá hægt að stinga sér í sjó­inn og synda með þeim. Við bókuðum tvær ferðir sitt­hvorn dag­inn og fór­um meðal ann­ars með Dr. Michael Poole sem er mjög þekkt­ur sjáv­ar­líf­fræðing­ur sem hef­ur búið á svæðinu í mörg ár til þess að rann­saka hnúfu­baka. Hann er sá sem upp­götvaði að hnúfu­bak­ar kæmu þangað til þess að fjölga sér og snýst líf hans um að rann­saka þá. Það var áhuga­vert að tala við mann sem hef­ur til­einkað líf sitt til þess að rann­saka þessi dýr og skemmti­legt að læra svona mikið um hval­ina.

Fyrri dag­inn fund­um við hnúfu­bak­skálf og móður og feng­um að stinga okk­ur í sjó­inn og synda með þeim. Að synda með hvöl­um er eitt það tryllt­asta sem ég hef upp­lifað og líka eitt það erfiðasta. Lög­um sam­kvæmt þurfa bát­ar að halda sig í 100 metra fjar­lægð frá hvöl­un­um, við þurft­um því að setja á okk­ur froskalapp­ir og synda að þeim síðasta spöl­inn. Sundið var krefj­andi, enda hval­irn­ir á hreyf­ingu og sjór­inn óstöðugur, öldu­gang­ur­inn lengdi tals­vert sund­sprett­inn og varð vega­lengd­in mun lengri en bara þess­ir 100 metr­ar. Seinni dag­inn sáum við líka hnúfu­baka en þá var því miður of mik­ill öldu­gang­ur til þess að ör­uggt væri fyr­ir okk­ur að synda í sjón­um.

Mo'or­ea býður upp á fjöl­breytta afþrey­ingu en fyr­ir utan hvala­ferðirn­ar þá köfuðum við, snorkluðum með hákörl­um og stingsköt­um, fór­um út á kaj­ak að skoða lónið í kring­um eyj­una, hjóluðum og gist­um á æðis­legu hót­eli al­veg við strönd­ina.“

Sara-Yvonne að kafa.
Sara-Yvonne að kafa. Ljós­mynd/​Aðsend

Einn besti staður­inn til að kafa

„Næsta eyja sem við heim­sótt­um heit­ir Rang­iroa, hún er eitt stærsta hringrif (e. atoll) í heim­in­um. Rang­iroa er eins og út­lín­ur af eyju og svo lón í miðjunni. Við fór­um fyrst og fremst til Rang­iroa því hún er af mörg­um tal­in einn af bestu stöðum í heim­in­um til þess að kafa. Þetta er mjög vin­sæll staður sér­stak­lega til þess að sjá höfr­unga, há­karla og kafa í gegn­um Tiputa Pass.

Tiputa Pass er einn af stöðunum á eyj­unni þar sem er opið í gegn og vatnið streym­ir inn og út úr lón­inu á mis­mun­andi tíma dags. Eft­ir há­degi fer straum­ur­inn úr sjón­um inn í lónið og þá hefst köf­un­in fyr­ir utan rifið og svo læt­ur maður straum­inn bera sig inn. Maður fer hratt í gegn­um opið þar sem straum­arn­ir eru mjög sterk­ir, við feng­um gott adrenalín kick að kafa þarna í gegn og höfðum mjög gam­an af. Fyr­ir há­degi köfuðum við fyr­ir utan rifið og þar sáum við yf­ir­leitt höfr­unga. Höfr­ung­arn­ir eru mjög for­vitn­ir og vina­leg­ir hjá Rang­iroa og eru þekkt­ir fyr­ir að koma upp að köf­ur­um og vilja leika og láta klappa sér. Eyj­an stóðst all­ar mín­ar vænt­ing­ar um dá­sam­lega köf­un. Við sáum höfr­unga í átta af 12 skipt­um sem við köfuðum og þris­var sinn­um komu þeir til okk­ar, skoðuðu okk­ur og vildu láta klappa sér.

Það var eitt skipti í ferðinni sem er okk­ur mjög minn­is­stætt, við vor­um í um það bil 25 metra dýpi að horfa á lík­lega hundrað há­karla synda fyr­ir neðan okk­ur en þá greip köf­un­ar­kenn­ar­inn í mig, synti aðeins upp á við og sýndi okk­ur stór­an hóp af höfr­ung­um synd­andi yfir okk­ur. Maður vissi ekki hvort maður ætti að horfa upp eða niður, þetta var magnað augna­blik. Rang­iroa er aðallega frá­bær staður til að kafa en ann­ars er lítið við um vera þar.“

View this post on In­sta­gram

A post shared by Sara-Yvonne (@saray­vonn­e90)

Af­slöpp­un á Bora Bora

„Að lok­um fór­um við loks­ins til Bora Bora þar sem eina mark­miðið okk­ar var að slaka á. Þar gát­um við snorklað, borðað góðan mat, skálað í kampa­víni og notið þess að vera til. Bora Bora er án efa fal­leg­asti staður sem ég hef heim­sótt. Ég hef sjald­an séð eins fal­lega blá­an sjó og hún stend­ur und­ir nafni sem perla Kyrra­hafs­ins. Þetta er einn af þeim stöðum sem er mikið fal­legri í al­vör­unni held­ur en á mynd­um. Við gist­um á St. Reg­is hót­el­inu í „bungalow“ sem er yfir sjón­um, bara það er upp­lif­un út af fyr­ir sig. Hót­elið er stórt og fylgdu reiðhjól með her­bergj­un­um til þess að ferðast um svæðið. Inn á St. Reg­is svæðinu er spa, fjór­ir veit­ingastaðir, lón til að snorkla í, strönd, tenn­is­völl­ur, lík­ams­rækt­ar­stöð og margt fleira. Þetta er eitt flott­asta hót­el sem ég hef nokk­urn tím­ann verið á.

Hver elskar ekki Bora Bora?
Hver elsk­ar ekki Bora Bora? Ljós­mynd/​Aðsend

Við urðum al­veg ást­fang­in af Frönsku Pó­lý­nesí­unni í ferðinni og okk­ur lang­ar að fara aft­ur og skoða fleiri eyj­ur. Menn­ing­in heillaði okk­ur líka, hvert sem við fór­um feng­um við gott viðmót hjá fólk­inu. Það eru all­ir bros­andi og flest­ir heilsa þér á göt­un­um. Þarna stýr­ir dags­birt­an sól­ar­hringn­um en fólk vak­ir með sól­inni og sef­ur þegar hún sest, ferðamenn­irn­ir gera það yf­ir­leitt líka og var það kannski frá­brugðið öðrum frí­um. Við vor­um því yf­ir­leitt vöknuð um sex á morgn­ana og far­in að sofa fyr­ir tíu. Sjór­inn, nátt­úr­an, fólkið, menn­ing­in, dýra­lífið og mat­ur­inn fannst mér al­veg upp á tíu.“

View this post on In­sta­gram

A post shared by Sara-Yvonne (@saray­vonn­e90)

Allt stóðst vænt­ing­ar

Hvað er það skemmti­leg­asta sem þú gerðir?

„Að fá að kynn­ast dýra­líf­inu. Að synda með hnúfu­bök­um, kafa með höfr­ung­um og snorkla með hákörl­um og stingsköt­um var al­veg topp­ur­inn fyr­ir mig.“

Var eitt­hvað sem kom á óvart?

„Ég var mest hissa á því hvað ferðin stóðst all­ar mín­ar vænt­ing­ar og ekk­ert fór úr­skeiðis. Ég var aðeins stressuð yfir því að vera búin að byggja upp of háar vænt­ing­ar í gegn­um árin þar sem mig hef­ur dreymt um þessa ferð síðan 2009. Við feng­um kannski aðeins fleiri rign­ing­ar­daga en við kærðum okk­ur um en ekk­ert al­var­legra en það.“

Ljós­mynd/​Aðsend

Var mat­ur­inn góður?

„Mat­ur­inn fannst mér rosa­lega góður, ég fékk fersk­asta og besta tún­fisk sem ég hef á æv­inni smakkað og allt sjáv­ar­fang var yfir höfuð sér­lega ferskt og gott. Einn af þjóðarrétt­un­um þeirra er hrár fisk­ur í kó­kos­hnet­umjólk með lime og græn­meti og ég borðaði mikið af því. Ég er al­mennt ekki mjög hrif­in af hrá­um fisk en hann var æðis­leg­ur í Frönsku Pó­lynes­íu. Ávext­irn­ir í land­inu voru líka sér­lega fersk­ir og góðir, þarna fékk ég besta an­an­as sem ég hef smakkað á æv­inni. Síðan feng­um við líka að upp­lifa hefðbundið pó­lý­nes­íkst kvöld með dans­atriðum og hlaðborði með allskon­ar pó­lý­nes­ísk­um mat þar sem kjöt og fisk­ur var eldaður í neðanj­arðar ofni.“ 

Er flókið að kom­ast þangað?

„Það get­ur verið snúið að fara þangað frá Íslandi, enda er þetta langt í burtu ein­hverstaðar í miðju Kyrra­haf­inu. Við byrjuðum á að fljúga til Port­land í Banda­ríkj­un­um og þaðan til Los Ang­eles. Við ákváðum að gista í þrjár næt­ur í Los Ang­eles og flug­um svo þaðan með beinu flugi til Tahítí sem tók um átta tíma. Þegar við lent­um í Tahítí þurft­um við að taka ferju til Mo'or­ea, eft­ir nokkra æðis­lega daga þar þurft­um við að snúa aft­ur til Tahítí með ferj­unni og flug­um þaðan til Rang­iroa og síðan flug­um við aft­ur til Tahítí og þaðan til Bora Bora,“ seg­ir Sara-Yvonne og bend­ir á að þetta geti verið flókið og þau hafi því ákveðið að fá hjálp frá ferðaskrif­stofu sem sá um bóka flug, hót­el og ferj­ur. Það tók þau síðan tvær vik­ur að jafna sig á flugþreyt­unni. 

Ferðin var algjör draumur.
Ferðin var al­gjör draum­ur. Ljós­mynd/​Aðsend

Marg­ir veigra sér að fara á fjar­lægri slóðir en er það þess virði að fara í aðeins flókn­ara ferðalag?

„Mér finnst það per­sónu­lega mun skemmti­legra, ég kýs að fara frek­ar í lengri ferðalög og á fleiri fram­andi staði ef ég get. Sem bet­ur fer eru líka marg­ir staðir sem eru ekki svo langt í burtu sem ég vil líka heim­sækja svona inn á milli. En ef ferðalagið er langt þá vil ég gefa mér góðan tíma og helst hafa að minnsta kosti þrjár vik­ur til þess að vera á staðnum og njóta. Ef ég hef val um langt og erfitt ferðalag á fram­andi slóðir eða ein­falda og þægi­lega strand­ar­ferð myndi ég sjálf alltaf velja fyrri kost­inn, það hef­ur alltaf verið þess virði á mín­um ferðalög­um.“

Hjónin gistu í litlum kofum.
Hjón­in gistu í litl­um kof­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Ertu búin að ákveða hvert þú ætl­ar næst?

„Mér fannst æðis­legt að kafa í þess­ari ferð og er draum­ur­inn að halda því áfram. Of­ar­lega á list­an­um hjá mér eru til dæm­is Raja Ampat í Indó­nes­íu, Socorro-eyja í Mexí­kó, Galapagos-eyj­ar, Fil­ipps­eyj­ar, Tonga, Bonaire, Hawaii og Perú. Einnig lang­ar okk­ur að fara til Nor­egs í ferð þar sem hægt er að synda með há­hyrn­ing­um. Við hjón­in elsk­um að ferðast og erum alltaf með aug­un opin fyr­ir nýj­um mögu­leik­um en okk­ur lang­ar báðum að sjá og upp­lifa eins mikið af heim­in­um og við höf­um tök á. Næst ligg­ur leiðin til Aust­ur­rík­is í vor og er ég líka að skoða áfangastaði á Ítal­íu fyr­ir frí með mann­in­um mín­um.“

Sara-Yvonne er byrjuð að leggja drög að næstu ferðum.
Sara-Yvonne er byrjuð að leggja drög að næstu ferðum. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka