48 tímar í Barselóna

Ljósmynd/Pexels/Serkan Göktay

Það er ekki erfitt að heill­ast af Bar­sel­óna á Spáni. Borg­in býður upp á hina full­komnu blöndu af sól­ar­landa- og borg­ar­ferð svo all­ir ættu að geta fundið eitt­hvað við sitt hæfi.

Ein­stök hönn­un og arki­tekt­úr, lif­andi menn­ing, skemmti­leg mat­ar­sena og rík saga heill­ar fjölda ferðamanna á ári hverju.

Að skoða

Güell-garður­inn

Fal­leg­ur gróður og stór­brot­inn arki­tekt­úr ein­kenna Güell-garðinn sem staðsett­ur er á Car­mel Hill í Bar­sel­óna. 

Garður­inn, sem var sam­starfs­verk­efni frum­kvöðuls­ins Eu­sebi Güell og arki­tekts­ins Ant­oni Gaudí, var byggður á ár­un­um 1900 til 1914. Hann var form­lega opnaður sem al­menn­ings­garður árið 1926. 

Ljós­mynd/​Unsplash/​Theodor Vasile

Sa­grada Família-kirkj­an

Það er eig­in­lega ekki hægt að fara til Bar­sel­óna án þess að heim­sækja Sa­grada Família-kirkj­una, einnig þekkt sem stærsta ófull­gerða kirkja heims.

Kirkj­an er meist­ara­verk arki­tekts­ins Gaudí, en hönn­un og stærð kirkj­unn­ar hef­ur gert hana að einu helsta aðdrátt­ar­afli ferðamanna sem fara til Bar­sel­óna. 

Ljós­mynd/​Unsplash/​Ale Di

Að gera

La Rambla

La Rambla er fræg­asta gata Bar­sel­óna. Hún er 1,2 kíló­metr­ar að lengd og býður ferðalöng­um upp á sjarmer­andi blóma­búðir, sæl­gæt­is­bása og töfr­andi bakk­elsi.

Barceloneta-strönd­in

Strönd­in hef­ur allt sem þú þarft – góða sólbaðsaðstöðu, hlýj­an sjó og skemmti­lega veit­ingastaði allt í kring.

Ljós­mynd/​Unsplash/​Tra­vel Capt­ur­es

Mat­ur og drykk­ur

Mat­ar­markaður

La Boqu­er­ia er lík­lega með elstu mörkuðum Bar­sel­óna, en hann var opnaður árið 1217. Í dag er markaður­inn þó með ör­lítið öðru­vísi sniði en til að byrja með. Þar eru yfir 200 bás­ar með alls kyns mat- og drykkjar­vöru og óhætt að segja að markaður­inn sé al­gjör para­dís fyr­ir mat­gæðinga. 

La Papa

Þetta er staður sem gleður augað ekki síður en bragðlauk­ana. Þar er boðið upp á holl­an, bragðgóðan og fal­leg­an mat, bakk­elsi og að sjálf­sögðu kaffi. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by LA PAPA (@lapapa­barcelona)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert