48 tímar í París

Ljósmynd/Unsplash/Alexander Kagan

Það er ekki erfitt að falla fyr­ir borg ástar­inn­ar, Par­ís í Frakklandi. Borg­in hef­ur upp á ótal margt að bjóða, allt frá guðdóm­leg­um arki­tekt­úr og merkri lista­sögu yfir í tryllta mat­ar­senu og róm­an­tíska stemn­ingu.

Sama hvort þú ert á leið í róm­an­tíska para­ferð, spenn­andi vin­konu­ferð eða skemmti­lega fjöl­skyldu­ferð þá eru þetta staðirn­ir sem þú ætt­ir ekki að missa af. 

Að gera

Upp í Eif­fel-turn­inn

Turn Gusta­ve Eif­fel var byggður árið 1889, en hann er í dag eitt ástæl­asta og þekkt­asta kenni­leiti borg­ar­inn­ar. Það er ómiss­andi að berja turn­inn aug­um, en fyr­ir þá sem vilja fara alla leið og upp­lifa turn­inn til fulls er til­valið að fara upp í turn­inn og njóta út­sýn­is­ins yfir borg­ina. 

Louvre-safnið

Það er eig­in­lega ekki hægt að heim­sækja Par­ís án þess að fara á Louvre-safnið, enda mest heim­sótta safn heims. Þar finn­ur þú hina heims­frægu Mónu Lísu auk 35 þúsund annarra lista­verka og gripa með merka sögu. 

Ljós­mynd/​Unsplash/​Mika Bau­meister

Að skoða

Jardin du Lux­em­bourg

Hinn frægi Jardin du Lux­em­bourg er í jafn miklu upp­á­haldi hjá heima­mönn­um og ferðalöng­um. Þar er hægt að fara í laut­ar­ferðir eða róm­an­tísk­ar göngu­ferðir, eða ein­fald­lega dást að blóm­um og gróðri garðsins. 

Pala­is-Royal

Í Pala­is-Royal, sem er rétt hjá Louvre-safn­inu, finn­ur þú brot af því besta sem Par­ís hef­ur upp á að bjóða – versl­an­ir, kaffi­hús, list, arki­tekt­úr, merka sögu og stór­kost­lega garða. 

Ljós­mynd/​Unsplash/​Al­ex­andre Van Thuan

Mat­ur og drykk­ur

Geor­ges mat­sölustaður

Mat­sölustaður­inn er á þaki hins fræga Centre Pomp­idou sem opnaði árið 1977. Á þeim tíma var hönn­un safns­ins um­deild og þótti rót­tæk með iðnaðar­píp­um og stór­um glugg­um. 

Það er því mik­il upp­lif­un að fara á Geor­ges sem veit­ir stór­kost­legt út­sýni yfir Par­ís.

Le Café Mar­ly

Það er til­valið að skella sér á Le Café Mar­ly eft­ir að hafa spókað sig um á Louvre-safn­inu. Staður­inn er guðdóm­lega fal­leg­ur að inn­an, en í góðu veðri er fátt sem jafn­ast á við að sitja úti og njóta út­sýn­is­ins yfir Louvre-safnið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert