Flugfreyja deilir 5 bestu ferðaráðunum

Flugfreyjan Esther Sturrus starfar hjá hollenska flugfélaginu KLM.
Flugfreyjan Esther Sturrus starfar hjá hollenska flugfélaginu KLM. Skjáskot/Instagram

Flug­freyj­an Esther Sturr­us starfar hjá hol­lenska flug­fé­lag­inu KLM og hef­ur gist á hót­el­um um all­an heim. Hún deildi ný­verið bestu ferðaráðum sín­um á TikT­ok sem hef­ur fengið góðar viðtök­ur.

Settu skó í ör­ygg­is­skáp­inn

Á mörg­um hót­el­um eru ör­ygg­is­skáp­ar þar sem gest­ir geta læst verðmæti sín inni. Sturr­us mæl­ir með því að setja skó í ör­ygg­is­skáp­inn til að tryggja að þú mun­ir ekki gleyma neinu. „Þú munt átta þig á því þegar þú ert á leiðinni út og átt bara eft­ir að klæða þig í skóna,“ seg­ir hún.

Búðu til pláss með því að rúlla föt­um upp

Flest­ir reyna að koma sem mestu fyr­ir í ferðatösk­ur sín­ar, en með því að rúlla föt­un­um upp get­ur þú búið til auka pláss. 

„Það er alltaf eins og það sé ekki nóg pláss í ferðatösk­unni þegar maður pakk­ar fyr­ir ferðalag. Þess vegna er eitt besta ferðaráðið að rúlla föt­un­um þínum upp í stað þess að brjóta þau sam­an,“ seg­ir Sturr­us.

Sturrus hefur starfað sem flugfreyja frá árinu 2020, en það …
Sturr­us hef­ur starfað sem flug­freyja frá ár­inu 2020, en það hafði verið langþráður draum­ur henn­ar að starfa í háloft­un­um. Skjá­skot/​In­sta­gram

Finndu ódýr­ari flug með því að nota einka­vafra

„Þessi fyr­ir­tæki vita hversu oft þú heim­sæk­ir síðuna þeirra og munu venju­lega hækka verðið vegna tíðra heim­sókna þinna. Þess vegna mæli ég með því að nota einka­vafra (e. pri­vate brows­ing), þá er ekki hægt að rekja þig,“ út­skýr­ir Sturr­us.

Vertu með af­rit af vega­bréf­inu þínu

„Skannaðu vega­bréfið þitt og sendu í tölvu­pósti til þín,“ seg­ir Sturr­us og bæt­ir við að þetta sé eitt af mik­il­væg­ustu ráðunum að henn­ar mati. „Það að hafa sann­an­ir fyr­ir því hver þú ert er mik­il­vægt þegar þú ferð í flug. Þetta á sér­stak­lega við ef þú verður fyr­ir tjóni eða ert rænd/​ur,“ seg­ir hún.

Notaðu sjón­varpið til að hlaða ra­f­rækt­in þín

„Eitt ný­stár­leg­asta ferðaráðið mitt er að hlaða raf­tæk­in mín í gegn­um sjón­varp. Þetta er mjög gagn­legt ef þú hef­ur gleymt eða týnt inn­stung­unni fyr­ir hleðslu­tækið þitt,“ út­skýr­ir Sturr­us.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert