Konunglegir töfrar víðsvegar um Lundúnir

Það er mikil spenna í loftinu vegna komandi krýningar Karl …
Það er mikil spenna í loftinu vegna komandi krýningar Karl III Bretakonungs. Samsett mynd

Und­ir­bún­ing­ur er í há­marki vegna vænt­an­legr­ar krýn­ing­ar Karls III Breta­kon­ungs, áður þekkt­ur sem prins­inn af Wales. Mik­il spenna er víðs veg­ar um heim en þó ef­laust hvergi meiri en í Bretlandi og því ým­is­legt í boði fyr­ir friðlausa „royal­ista“ og ferðamenn.

Kon­ung­legt skutl

Skutlþjón­ust­an Uber í Lund­ún­um ætl­ar að bjóða þegn­um sín­um upp á kon­ung­leg­ar ferðir í hest­vagni til að fagna kom­andi krýn­ingu Karls III. Krýn­ing­in fer fram í West­minster Abbey hinn 6. maí næst­kom­andi.

Full­trú­ar Uber segja að far­ar­skjót­inn „lík­ist vagn­in­um sem kon­ung­ur­inn sjálf­ur mun fara með“ og að hann sé til­tæk­ur fyr­ir bók­an­ir dag­ana fyr­ir krýn­ing­una, 3. til 5. maí. Vagn­inn er dreg­inn af fjór­um hvít­um hest­um sem verða íklædd­ir sér­stök­um krýn­ing­ar­bún­ing­um. 

„Við erum ávallt að leita nýrra leiða til að bæta smá Uber-töfr­um við ferðir fólks. Við erum í skýj­un­um með krýn­ing­ar­vagn­inn,“ sagði Andrew Brem, fram­kvæmda­stjóri Uber í Bretlandi í sam­tali við Tra­vel + Leisure.  

Fleiri ferða- og þjón­ustu­fyr­ir­tæki í Lund­ún­um rúlla út rauða dregl­in­um til þess að veita íbú­um og ferðamönn­um þá upp­lif­un og þjón­ustu er hæf­ir kon­ungs­fjöl­skyld­unni. 

Tryllt­ur krýn­ingarpakki

Hót­elið Carlt­on Tower Ju­meirah býður gest­um sín­um upp á ein­stak­an krýn­ingarpakka sem inni­held­ur Ast­on Mart­in bíla­leigu­bíl, en Karl fékk ein­mitt slíkt ein­tak í 21 árs af­mæl­is­gjöf frá for­eldr­um sín­um, Elísa­betu II drottn­ingu og Fil­ipp­usi prins.

Síðdeg­iste er einnig innifalið ásamt „kon­ung­legri“ laut­ar­ferð fyr­ir tvo í Ca­dog­an Gardens ásamt selló­leik­ara. Kon­ung­ur­inn hef­ur dáð hljóðfærið frá því að hann dvaldi í heima­vist­ar­skóla. 

Kon­ung­leg svíta og upp­á­haldsviskí Karls

Hót­elið Mandar­in Oriental Hyde Park býður gest­um sem dvelja á hót­el­inu í maí­mánuði sér­staka kon­ung­lega meðferð með rúm­góðri svítu, "kon­ungs–kaví­ar“ morg­un­verði og flösku af Lap­hra­oaig–viskíi sem er í sér­stöku upp­á­haldi hjá Karli. 

Drottn­ing­ar­t­ert­an sem kon­ung­ur­inn elsk­ar

Brown's hót­elið í Ma­yf­a­ir, sem sagt er að hafi tekið á móti meðlim­um bresku kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar hér á árum áður, mun bjóða upp á sér­staka viðburði og veit­inga­val­kosti. Þau ætla til að mynda að bjóða upp á upp­á­halds­köku kon­ungs­ins, drottn­ing­ar­t­ertu með plóm­usultu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert