6 mistök sem ferðamenn gera á Marbella

Ljósmynd/Unsplash/Ricardo Gomez Angel

Hinn 24 ára gamli Jor­ge Honojosa Mena er bú­sett­ur í Bretlandi, en hann er upp­runa­lega frá Madríd á Spáni og hef­ur heim­sótt Mar­bella á Costa del Sol á hverju sumri frá því hann var ung­ur.

Mena seg­ist hafa orðið vitni að sex mis­tök­um ferðamanna á Mar­bella, en hann tel­ur að ferðalang­ar upp­lifi Mar­bella á allt ann­an og betri máta ef þeir ná að forðast þessi mis­tök. 

1. Bóka hót­el langt frá miðbæn­um

Það get­ur verið freist­andi að bóka ódýr­ari gist­ingu lengra frá miðbæn­um, en Mena mæl­ir hins veg­ar alls ekki með því. „Ekki panta þér hót­el í útjaðri bæj­ar­ins, því al­menn­ings­sam­göng­ur eru erfiðar,“ seg­ir hann í sam­tali við The Sun

Þá hætt­ir strætó að keyra klukk­an 23:00 á kvöld­in sem ger­ir ferðalöng­um sem vilja borða kvöld­mat seint eða kíkja út á lífið erfitt fyr­ir. Mena seg­ir leigu­bíla á Mar­bella geta verið ansi dýra og því séu ferðamenn bet­ur sett­ir ef þeir bóka sig í göngu­færi frá miðbæn­um.

2. Fá sér paella í kvöld­mat

„Á Spáni fáum við okk­ur paella í há­deg­inu á meðan flest­ir ferðamenn panta það í kvöld­mat. Í kvöld­mat­inn fáum við okk­ur eitt­hvað létt­ara eins og steikt­an fisk,“ út­skýr­ir Mena. 

Hann og fjöl­skylda hans forðast að borða á veit­inga­stöðum þar sem mikið er af ferðamönn­um. Fyr­ir ferðamenn í leit að ekta spænsk­um kvöld­verði mæl­ir Mena með því að borða á veit­inga­stöðum þar sem mat­seðlarn­ir eru ekki skrifaðir á ensku.

Mena mælir með því að ferðalangar gæði sér á paella …
Mena mæl­ir með því að ferðalang­ar gæði sér á paella í há­deg­inu. Ljós­mynd/​Unsplash/​Franzi Meyer

3. Að versla á strönd­inni

„Aldrei kaupa sól­ar­vörn í versl­un­um sem þú sérð á strönd­inni því húner alltaf of dýr og jafn­vel lé­leg. Þú munt líka vera rukkaður um of mikla pen­inga fyr­ir flip-flop skó sem eru líka lé­leg­ir,“ seg­ir Mena. 

4. Klæða sig sem Flamenco-dans­ari

Ef þú vilt klæða þig eins og heimamaður mæl­ir Mena með því að forðast það að vera í Flamenco-kjól­um. „Fjöl­skyld­ur með ung börn ættu að forðast að klæða litlu börn­in sín í Flamenco-kjól. Heima­menn klæðast þeim venju­lega ekki til að ganga um í, við not­um þá bara fyr­ir hátíðirn­ar,“ seg­ir hann.

5. Að drekka í há­deg­is­sól­inni

Mena seg­ist gjarn­an sjá ferðamenn drekka mikið þegar það er virki­lega heitt og sól­ríkt. „Spán­verj­ar fara frek­ar á strönd­ina snemma á morgn­ana og í há­deg­is­mat á milli klukk­an 13:00 og 17:00 á meðan ferðamenn sitja og drekka í mesta hit­an­um í há­deg­inu,“ seg­ir Mena.

Ljós­mynd/​Pex­els/​Armin Ri­moldi

6. Hót­el þar sem allt er innifalið

„Forðastu hót­el þar sem allt er innifalið, mat­ur­inn í bæn­um er miklu betri og það þýðir líka að þú get­ur borðað eins og heimamaður,“ seg­ir Mena og mæl­ir með því að fá sér paella í há­deg­inu og tortillu í kvöld­mat.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert