48 tímar í San Francisco

San Francisco er skemmtileg borg stútfull af karakter og menningu.
San Francisco er skemmtileg borg stútfull af karakter og menningu. Ljósmynd/Unsplash/Eric Ward

San Francisco er stór­skemmti­leg borg staðsett í Kali­forn­íu í Banda­ríkj­un­um. Það er ekki erfitt að verða hug­fang­inn af borg­inni enda er hún stút­full af karakt­er, menn­ingu og arki­tekt­úr.

Það gæti reynst yfirþyrm­andi að velja úr þeim fjöl­mörgu stöðum sem gam­an er að heim­sækja í borg­inni og því tók ferðavef­ur mbl.is sam­an leiðar­vísi yfir það sem þú mátt alls ekki missa af þegar þú heim­sæk­ir San Francisco.

Að gera

Gold­en Gate-brú­in

Þessa brú kann­ast flest­ir við enda eitt helsta kenni­leyti San Francisco og Kali­forn­íu. Brú­in ligg­ur yfir Gold­en Gate-sundið þar sem San Francisco-flói og Kyrra­hafið mæt­ast. 

Brú­in var smíðuð árið 1937 og var á þeim tíma lengsta hengi­brú ver­ald­ar, en í dag er sú átt­unda lengsta. Það er ómiss­andi að ganga eða hjóla yfir brúna sem er um 2,7 km að lengd.

Ljós­mynd/​Unsplash/​Jos­hua Earle

Alkatraseyja 

Í San Francisco-flóa er að finna Alkatraseyju sem áður var notuð sem virki af hern­um og sem há­marks­ör­ygg­is­fang­elsi. Eyj­an býr yfir merkri sögu og er í dag opin ferðamönn­um.

Að heim­sækja fang­elsi er kannski ekki það fyrsta sem ferðalöng­um dett­ur í hug að gera í frí­inu sínu, en fang­elsið á Alkatraseyju er hins veg­ar ekk­ert venju­legt fang­elsi. Það er eitt fræg­asta fang­elsi Banda­ríkj­anna og hýsti eitt sinn glæpa­mann­inn Al Ca­po­ne.

Ljós­mynd/​Unsplash/​Luke Mum­mert

Að skoða

San Francisco Muse­um of Modern Art

Nú­tíma­lista­safnið í San Francisco er með flott­ustu söfn­um borg­ar­inn­ar. Það er mik­il upp­lif­un að fara á safnið sem býður upp á ný­stár­leg­ar og spenn­andi sýn­ing­ar, en þar að auki þykir bygg­ing­in sem hýs­ir safnið afar merki­leg.

Ljós­mynd/​Unsplash/​Matteo Di lorio

Pier 39

Bryggj­an er vin­sæll áfangastaður fyr­ir alla fjöl­skyld­una, en þar hafa hundruðir krútt­legra sæljóna komið sér vel fyr­ir og skemmta ferðalöng­um. Fyr­ir nokkr­um árum síðan voru hundruðir sæljóna sem tóku yfir bryggj­una og hröktu sjó­menn í burtu.

Ljós­mynd/​Sfmoma.org

Mat­ur og drykk­ur

Ca­vaña

Á 17. hæð Luma-hót­els­ins finn­ur þú sjarmer­andi þak­b­ar sem býður ekki ein­ung­is upp á glæsi­lega kokteila og drykki held­ur einnig töfr­andi út­sýni yfir borg­ina og fló­ann. Það er til­valið að enda góðan dag í San Francisco á barn­um.

Ljós­mynd/​Ca­van­asf.com

Gusta Pinsa Rom­ana

Fal­leg­ur veit­ingastaður sem býður upp á svo­kallaða Pinsu sem er frá­brugðin hinni hefðbundnu pítsu að því leyt­inu að botn­inn er bú­inn til úr blöndu af soja­hveiti, hrís­grjóna­hveiti og venju­legu hveiti sem ger­ir hann nær­ing­ar­rík­ari. Þá er deigið einnig gerjað í allt að 72 klukku­stund­ir og bakað við lægra hita­stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert