5 mistök farþega sem pirra flugfreyjur mest

Ljósmynd/Colourbox

Það hljóm­ar kannski frek­ar ein­falt að fljúga – þú þarft bara að fara um borð í flug­vél­ina, setj­ast niður og fara svo úr flug­vél­inni þegar hún hef­ur lent á áfangastað. Hins veg­ar eru ýms­ar regl­ur sem ber að fylgja um borð flug­véla sem marg­ir farþegar kjósa að hunsa. 

Ný­verið deildi fyrr­ver­andi flug­freyja fimm verstu mis­tök­un­um sem farþegar gera í háloft­un­um með les­end­um Tra­vel + Leisure

 1. Nota sal­ernið í flug­taki og lend­ingu

Að sögn flug­freyj­unn­ar pirr­ar það marg­ar flug­freyj­ur þegar farþegar fara á sal­ernið í flug­taki og lend­ingu, eða um leið og þeir koma um borð í flug­vél­ina. Hún mæl­ir með því að fólk geymi sal­ern­is­ferðir þar til flug­vél­in er kom­in í loft og slökkt hef­ur verið á sæt­is­belta­ljós­un­um.

2. Fjar­lægja tösk­ur úr far­ang­urs­hólfi áður en flug­vél­in er kom­in að hliðinu

Við höf­um öll orðið vitni af farþegum sem stökkva upp og ná í far­ang­ur sinn um leið og flug­vél­in lend­ir. Að sögn flug­freyj­unn­ar get­ur það verið mjög hættu­legt og því mik­il­vægt að farþegar bíði þar til vél­in hef­ur stöðvast al­veg áður en þeir standa upp til að ná í eig­ur sín­ar. 

3. Að vera dóna­leg/​ur við flugáhöfn­ina

Í háloft­un­um eru flug­freyj­ur og þjón­ar reiðubún­ir að aðstoða farþega, en sum­ir farþegar virðast gleyma því og verða dóna­leg­ir. Flug­freyj­an vill minna farþega á að flugáhöfn­in legg­ur mikið á sig til að tryggja ör­yggi farþega og því mik­il­vægt að þeim sé sýnd virðing.

4. Að nota ekki ör­ygg­is­belti þegar á við

Ef kveikt er á sæt­is­belta­ljós­un­um er mik­il­vægt að fylgja leiðbein­ing­um vel, en ljós­in tryggja ör­yggi farþega í óvæntri ókyrrð. Þeir sem fylgja ekki leiðbein­ing­um geta stofnað bæði sjálf­um sér og öðrum í mikla hættu.  

5. Að reyna að kom­ast fram­hjá mat­ar­vögn­um

Ein verstu mis­tök sem farþegar gera er þegar þeir standa upp og bú­ast við því að kom­ast fram­hjá mat­ar­vögn­un­um á meðan á þjón­ustu stend­ur. Vagn­arn­ir eru þung­ir, gang­ur­inn þröng­ur og því óþægi­legt fyr­ir áhöfn­ina þegar ein­hver stend­ur og bíður eft­ir að kom­ast fram­hjá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert