Loreen í miðbæ Reykjavíkur

Loreen er komin til landsins.
Loreen er komin til landsins. mbl.is/Sonja Sif

Sig­ur­veg­ari nýliðinn­ar Eurovisi­on-keppni er stadd­ur á Íslandi. Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is hef­ur sést til hinn­ar sænsku Lor­een í miðbæ Reykja­vík­ur, þar á meðal á Parlia­ment-hót­el­inu við Aust­ur­völl. 

Lor­een sagði í viðtali við mbl.is á dög­un­um að henn­ar fyrsta ferð eft­ir Eurovisi­on-æv­in­týrið yrði til Íslands. Ýjaði hún þar að vænt­an­legu sam­starfi sínu við ís­lensk­an tón­list­ar­mann. Það eina sem hún vildi gefa upp var að hann héti Ólaf­ur. 

Ólaf­ur Arn­alds gaf svo í skyn að hann væri hinn um­ræddi Ólaf­ur, í Twitter-færslu sem hann birti sama dag og úr­slit Eurovisi­on-keppn­inn­ar fóru fram.

Spenn­andi verður að sjá hvort um rétt­an Ólaf er að ræða og hver afrakst­ur­inn af þessu sam­starfi verður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert