Eftir kraftmikið og spennandi leikár hélt starfsfólk Borgarleikhússins í verðskuldaða vorferð til Amsterdam, en hún hlaut titilinn „Amsterdjamm“ og því greinilegt hvað var fram undan.
Margir lögðu leið sína á Johan Crujiff Arena til að berja Beyoncé augum, en leikarinn Bergur Þór Ingólfsson var á meðal þeirra sem dönsuðu við lög drottningarinnar. Aðrir nýttu tækifærið og kíktu á úrslitaleik Þjóðadeildarinnar, en Spánn og Króatía áttust við í hörkuspennandi leik.
Fjölmargir starfsmenn menningarhússins deildu myndum og myndskeiðum frá ferðinni á Instagram og sýndu meðal annars frá aðalkvöldinu sem fór fram á Rode Hoed, en starfsfólkið skemmti sér fram undir morgun og virðist sem ormurinn (e. the worm) hafi verið vinsælasta dansspor kvöldsins.