Hlýlegur hönnunarbústaður sem gleður augað

Bústaðurinn hefur verið innréttaður á einstaklega fallegan máta.
Bústaðurinn hefur verið innréttaður á einstaklega fallegan máta. Samsett mynd

Í Utrecht-héraði í Hollandi er að finna hlý­leg­an og glæsi­leg­an hönn­un­ar­bú­stað sem hef­ur verið inn­réttaður á afar fal­leg­an máta. 

Bú­staðinn hannaði hol­lenski listamaður­inn Wil­lem G. Van der Hulst, en hann er þekkt­ur sem mál­ari og mynd­höggv­ari. Hann byggði húsið árið 1964 fyr­ir sjálf­an sig til bú­setu og sem vinnu­stofu, en hann vildi sækja inn­blást­ur til ró­andi lands­lags­ins sem um­vef­ur eign­ina. 

Hlý­legt yf­ir­bragð ein­kenn­ir bú­staðinn sem er með stór­um glugg­um og auk­inni loft­hæð. Van der Hulst dró nátt­úr­una inn til sín með því að nota nátt­úru­lega áferð, efnivið og litap­all­ettu sem skap­ar afar nota­lega stemn­ingu. 

Ljósi viður­inn fang­ar augað

Form­fög­ur hús­gögn eru í aðal­hlut­verki í bú­staðnum og gefa hverju rými ein­stak­an kara­ker, en valið hef­ur greini­lega verið vandað þegar eign­in var inn­réttuð og hvert smá­atriði út­pælt. 

Ljós viður er í for­grunni í bú­staðnum, en hann er bæði á gólfi og í lofti auk þess að vera áber­andi í inn­rétt­ing­um sem og hús­mun­um. Á veggj­un­um er ým­ist timb­ur, hvít máln­ing, kalk­máln­ing eða steypa sem falla vel að hlý­legri litap­all­ett­unni sem set­ur tón­inn fyr­ir rým­in. 

Bú­staður­inn er til út­leigu á bók­un­ar­vef Airbnb, en þar kost­ar nótt­in 1.061 banda­ríkja­doll­ara, eða sem nem­ur rúm­um 145 þúsund krón­um á gengi dags­ins í dag. 

Ljós­mynd/​airbnb.com
Ljós­mynd/​airbnb.com
Ljós­mynd/​airbnb.com
Ljós­mynd/​airbnb.com
Ljós­mynd/​airbnb.com
Ljós­mynd/​airbnb.com
Ljós­mynd/​airbnb.com
Ljós­mynd/​airbnb.com
Ljós­mynd/​airbnb.com
Ljós­mynd/​airbnb.com
Ljós­mynd/​airbnb.com
Ljós­mynd/​airbnb.com
Ljós­mynd/​airbnb.com
Ljós­mynd/​airbnb.com
Ljós­mynd/​airbnb.com
Ljós­mynd/​airbnb.com
Ljós­mynd/​airbnb.com
Ljós­mynd/​airbnb.com
Ljós­mynd/​airbnb.com
Ljós­mynd/​airbnb.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert