Bandaríska leikkonan Amy Poehler virðist vera stödd á Íslandi ef marka má nýjasta myndskeið hennar á TikTok.
Í myndskeiðinu sýndi Poehler frá hinum ýmsu stöðum á Íslandi, til dæmis Bláa Lóninu, Geysi og Skólavörðustíg. Hún virðist hafa komið til landsins á hárréttum tíma og notið veðurblíðunnar til hins ýtrasta. Þá virtist hún einnig hafa farið í bátsferð, fjórhjólaferð og upp á jökul.
Poehler er líklega hve þekktust fyrir að fara með hlutverk Leslie Knope í gamanþáttaröðunum Parks and Recreation. Hún var einnig meðlimur í leikhóp Saturday Night Live frá 2001 til 2008 og hefur einnig farið með hlutverk í kvikmyndum á borð við Mean Girls, Baby Mama og Blades of Glory.