Ætlar á Pussy Riot á LungA

Ragnhildur Ásvaldsdóttir er forstöðumaður Sláturhússins á Egilsstöðum.
Ragnhildur Ásvaldsdóttir er forstöðumaður Sláturhússins á Egilsstöðum.

Ragn­hild­ur Ásvalds­dótt­ir, for­stöðumaður Slát­ur­húss­ins listamiðstöðvar, á ætt­ir að rekja til Seyðis­fjarðar og Sómastaða í Reyðarf­irði. Sjálf flutti hún aust­ur árið 2019 og þá til að starfa inn­an lista- og menn­ing­ar­geir­ans. Einn af hápunkt­um sum­ars­ins hjá Ragn­hildi verður að sjá Pus­sy Riot á LungA-hátíðinni.

„Slát­ur­húsið er lista- og menn­ing­armiðstöð. Okk­ar áherslu­svið eru sviðslist­ir en við sinn­um jafn­framt tón­list­inni og mynd­list­inni. Við erum, eins og nafnið gef­ur til kynna, með aðset­ur í gamla Slát­ur­hús­inu á Eg­ils­stöðum,“ seg­ir Ragn­hild­ur. Í sum­ar verður mynd­list­ar­sýn­ing­in Rem­em­ber the Fut­ure hald­in auk þess sem sýn­ing­in Jarðteng­ing held­ur áfram. Djass­tón­leikaröðin Far out / langt út fer fram í júní og ág­úst.

Skap­andi fólk hef­ur lengi sótt aust­ur og er menn­ing­ar­lífið sér­lega blóm­legt. „Seyðis­fjörður hef­ur til dæm­is í gegn­um síðustu ára­tug­ina verið suðupott­ur lista og menn­ing­ar á Aust­ur­landi, og það er hægt að þakka lista­mönn­um eins og til dæm­is Dieter Roth sem dvaldi þar lang­dvöl­um. Skaft­fell mynd­list­armiðstöðin opnaði síðan árið 1998, Slát­ur­húsið og vi­d­eólista­hátíðin Hrein­dýra­land 700­IS bætt­ust síðan við, LungA-hátíðin á Seyðis­firði, LungA-skól­inn, Rúllandi snjó­bolti á Djúpa­vogi og Sköp­un­ar­miðstöðin á Stöðvarf­irði,“ seg­ir Ragn­hild­ur.

Sýning í Sláturhúsinu.
Sýn­ing í Slát­ur­hús­inu.

„Allt þetta starf hef­ur í gegn­um árin verið rekið af hug­sjóna­fólki og sem bet­ur fer fengið stuðning frá bæði sam­fé­lag­inu og sveit­ar­fé­lög­un­um í kring til að þró­ast og dafna. Við erum með mikið gegn­um­streymi lista­fólks sem kem­ur hingað á svæðið í vinnu­stof­ur eða í nám við LungA-skól­ann. Þetta smit­ar áhuga inn í sam­fé­lög­in,“ seg­ir hún og tek­ur fram að það hafi verið tek­in póli­tísk ákvörðun um að styðja list­ir með miðstöð sviðslista í Slát­ur­hús­inu, miðstöð mynd­list­ar í Skaft­felli auk þess sem Tón­list­armiðstöðin er á Eskif­irði.

Ragn­hild­ur seg­ir lista­fólk sækja bæði inn­blást­ur í um­hverfið og sam­fé­lagið. „Það kem­ur fólki oft­ast nær á óvart hversu opið sam­fé­lagið er og hve aðgengið að fag­fólki er auðvelt. Það er líka al­veg ein­stakt sam­starf á milli okk­ar allra sem vinn­um í lista- og menn­ing­ar­geir­an­um, þvert á stofn­an­ir og bæj­ar­kjarna. Ég er held­ur ekki frá því að sá mikli fjöldi er­lendra lista­manna sem hér býr sé ákveðinn þráður sem að teng­ir okk­ur enn bet­ur sam­an auk þess að vera stór inn­spýt­ing í lista­sam­fé­lagið.“

Ragn­hild­ur reyn­ir að sækja sem flesta menn­ing­ar­viðburði fyr­ir aust­an en úr­valið er svo mikið að hún seg­ir erfitt að kom­ast yfir allt. „Sýn­ing­ar í Skaft­felli og á Djúpa­vogi læt ég sjald­an fara fram hjá mér. Auk þess sæki ég viðburði tengda vinnu­stof­um í kring. Síðan læt ég mig ekki vanta á ljós­mynda-vi­d­eólistaviðburði sem fara fram und­ir nafn­inu Fiskisúpa-ljós­myndasósa; sýn­ing, óform­legt sýn­ing­ar­spjall og máls­verður um leið. Eitt dæmið um grósk­una í menn­ing­ar­líf­inu. Tón­list­armiðstöðin er síðan oft og tíðum með afar áhuga­verða dag­skrá sem ég reyni að sækja.“

Hvað má fólk sem ætl­ar aust­ur alls ekki láta fram hjá sér fara?

„Slát­ur­húsið að sjálf­sögðu, ég mæli líka með Skaft­felli og söfn­un­um á Nes­kaupstað, m.a. Tryggvasafni, sem er safn með verk­um Tryggva Ólafs­son­ar mynd­list­ar­manns. Grósk­an í mat­ar­gerðarlist er líka mik­il og eng­inn ætti að láta veit­ingastaðinn Niel­sen á Eg­ils­stöðum fara fram hjá sér. Niel­sen er einn al­besti veit­ingastaður lands­ins. Verið var að opna bistróið í Skaft­felli aft­ur eft­ir breyt­ing­ar sem er með frá­bær­an mat og einnig má nefna Norð-Aust­ur sus­hi á Seyðis­firði. Nátt­úr­una í kring­um okk­ur er aug­ljós­lega nauðsyn­legt að skoða; Stór­urð, Stapa­vík, Mjóifjörður – hér er hægt að telja enda­laust upp. Og svo enda dag­inn í Vök.“

Pussy Riot koma fram á LungA í sumar á Seyðisfirði. …
Pus­sy Riot koma fram á LungA í sum­ar á Seyðis­firði. Hér eru þær í Þjóðleik­hús­inu. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Hvað ætl­ar þú að gera í sum­ar?

„Ég var að kaupa mér miða á Pus­sy Riot á LungA-hátíðinni og fer ör­ugg­lega á fleiri viðburði þar. Síðan ætla ég á tón­leika með Mug­i­son í bak­g­arðinum hjá Dóra vini mín­um á Tehús­inu, sem stend­ur hérna við hliðina á Slát­ur­hús­inu. Rúllandi snjó­bolti er einnig á plan­inu og tón­list­ar­hátíðin Bræðslan á Borg­ar­f­irði. Þess á milli ætla ég að halda áfram að kynn­ast svæðinu hérna bet­ur með göngu­ferðum frá ein­um firði til ann­ars, og úti­legu í Vöðla­vík. Njóta þess sem er hér í boði, sér­stak­lega þar sem veðrið á ör­ugg­lega eft­ir að leika við okk­ur í sum­ar. Svo er Frakk­lands­ferð á dag­skránni um mitt sum­ar.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert