Löng helgi á Austurlandi

Vök Baths hlaut nýsköpyunarverðlaun ferðaþjónustunnar 2022.
Vök Baths hlaut nýsköpyunarverðlaun ferðaþjónustunnar 2022.

Það er alltaf gott veður á Aust­ur­landi, í minn­ing­unni að minnsta kosti. Ein löng helgi er auðvitað ekki nóg en ef tím­inn er ekki meiri þá eru þetta staðir sem þú mátt ekki missa af.

Dag­ur 1

Stuðlagil Ef þú hef­ur ekki skoðað Stuðlagil þá er kom­inn tími til þess að heim­sækja þessa stór­merki­legu nátt­úruperlu. Það er um að gera að gefa sér góðan tíma og ganga niður í gilið. Það er hins veg­ar ekki fyr­ir þá allra loft­hrædd­ustu.

Vök Baths Vök Baths eru heit­ar nátt­úru­laug­ar sem eru staðsett­ar á bökk­um Urriðavatns við Eg­ilsstaði. Þegar of heitt verður í pott­un­um er hægt að stökkva út í vatnið og kæla sig. Gott er að byrja skemmti­legt kvöld í baðlón­inu, fá sér drykk í Vök Baths og fara síðan út að borða.

Út að borða á Niel­sen Þegar gera á vel við sig er veit­inga­húsið Niel­sen sér­stak­lega góður kost­ur. Hjón­in Kári Þor­steins­son og Sól­veig Edda Bjarna­dótt­ir reka veit­inga­húsið í gull­fal­legu húsi. Kári, sem áður var yfir­kokk­ur á Dill, mat­reiðir hrá­efni af svæðinu og er hægt að mæla með því að fara í óvissu­ferð á Niel­sen.

Stuðlagil er orðið landsfrægt fyrir fegurð sína.
Stuðlagil er orðið lands­frægt fyr­ir feg­urð sína.

Dag­ur 2

Hall­ormsstaðaskóg­ur Hvernig væri að byrja dag­inn á því að fara í göngu­ferð um Hall­ormsstaðaskóg? Ef veðrið leik­ur við gesti er hægt að mæla með því að stinga sér til sunds með orm­in­um góða. Ef veðrið er óhag­stætt er hægt að leita skjóls inni í skóg­in­um sem er sá stærsti á land­inu. Þar er að finna fjöl­marg­ar skemmti­leg­ar göngu­leiðir.

Valla­nes Eft­ir góða úti­veru er til­valið að kíkja í Valla­nes og næra sig. Ekki er hægt að fara tóm­hent­ur heim frá Valla­nesi og er til­valið að kippa með sér góðu arfa­pestói eða aðal­blá­berja­sultu með sér.

Kára­hnjúka­virkj­un Óhætt er að mæla með því að bruna upp að Kára­hnjúka­virkj­un. Veg­irn­ir eru góðir og venju­leg­ir smá­bíl­ar kom­ast óvíða eins greiðlega upp á há­lendið. Stífl­an er til­komu­mik­il en á sama tíma ógn­væn­legt mann­virki. Hvort sem fólk kann að meta virkj­un­ina eða ekki þá er sjón sögu rík­ari.

Hallormsstaðaskógur.
Hall­ormsstaðaskóg­ur.

Dag­ur 3

Skriðuk­laust­ur Það er for­vitni­legt fyr­ir alla bók­menntaunn­end­ur sem og áhuga­fólk um sögu lands og þjóðar að skoða stór­merki­legt hús Gunn­ars Gunn­ars­son­ar rit­höf­und­ar. Á Skriðuk­laustri er hægt að for­vitn­ast um líf Gunn­ars og sögu Skriðuk­laust­urs. Nauðsyn­legt er að ljúka heim­sókn­inni á því að gæða sér á veit­ing­um af góm­sætu hlaðborði Klaust­ur­skaff­is þar sem meðal ann­ars dýr­ind­is hrein­dýra­boll­ur eru í boði.

Óbyggðaset­ur Íslands Eft­ir góða máltíð í Klaust­ur­skaffi er til­valið að halda áfram og skoða Óbyggðaset­ur Íslands. Skemmti­legt er að upp­lifa lif­andi sýn­ingu Óbyggðaset­urs­ins um æv­in­týri óbyggðanna. Einnig er að finna þar fjölda spenn­andi göngu­leiða. Dæmi um styttri göngu er eyðibýla­gang­an sem ligg­ur inn með ánni að end­ur­gerðum kláf sem gest­um er vel­komið að prófa.

Skriðuklaustur.
Skriðuk­laust­ur. mbl.is/​Sig­urður Bogi
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert