Féll fyrir Borgarfirðinum

Helga Mar­grét Friðriks­dótt­ir er fram­kvæmda­stjóri Land­náms­set­urs Íslands í Borg­ar­nesi. Henni finnst til­valið að tengja sam­an sögu og ferðalög. Það er hægt að gera á ýmsa vegu, til dæm­is með því að heim­sækja Land­náms­setrið, en líka með því að hlusta á áhuga­verða þætti í bíln­um. Það gerði hún með fjöl­skyld­unni á ferðalagi um Vest­f­irði fyr­ir nokkr­um árum.

„Ég flutti í Borg­ar­fjörðinn árið 2012 þegar ég fór í nám á Há­skól­an­um á Bif­röst. Þar féll ég fyr­ir Borg­ar­f­irðinum og áttaði mig fljótt á því að ég vildi ekki fara aft­ur í atið í bæn­um. Við flutt­um svo í Borg­ar­nes 2017 þegar við keypt­um okk­ur hús þar eft­ir að hafa verið í Staf­holtstung­un­um í tvö ár þar sem var dá­sam­legt að búa og fyr­ir mig borg­ar­barnið að kynn­ast því að búa í sveit,“ seg­ir Helga Mar­grét.

Hún seg­ir sum­arið mjög anna­samt á Land­náms­setrinu.

„Við erum strax far­in að finna fyr­ir því hvað þetta sum­ar verður stórt. Hér erum við með stór­skemmti­leg­ar sýn­ing­ar um land­námið og svo Eg­ils sögu þar sem fólk get­ur kynnt sér sögu lands og þjóðar á einni klukku­stund. Þetta er hljóðleiðsögn hjá okk­ur og við bjóðum upp á 15 tungu­mál og svo barna­leiðsögn á ís­lensku. Þá erum við með veit­ingastað þar sem er eitt­hvað fyr­ir alla í boði. Holl­ustu­há­deg­is­hlaðborðið okk­ar er gríðarlega vin­sælt, en þar bjóðum við úr­val af alls kon­ar græn­met­is- og pasta­rétt­um ásamt græn­met­is­súpu á hverj­um degi. Þá er rat­leik­ur­inn okk­ar alltaf að verða vin­sælli en hann er sér­stak­lega vin­sæll hjá fyr­ir­tækj­um og fé­laga­sam­tök­um sem hópefli. Þá er farið vítt og breitt um Borg­ar­nes og spurn­ing­um svarað. Hóp­ur­inn upp­sker fyrsta flokks skemmt­un og sam­hrist­ing á sama tíma.“

Ljós­mynd/​Bjarni Freyr Björns­son

Hvað er gef­andi við starfið þitt?

„Allt, þetta er svo svaka­lega fjöl­breytt og skemmti­legt. Maður er manns gam­an og það er svo sann­ar­lega margt um mann­inn í þessu starfi. Ég held að þetta starf virki mjög vel fyr­ir fólk eins og mig sem þarf ekki að hafa lífið í föst­um skorðum og hið óvænta er boðið vel­komið.“

Á sögu­slóðum við Látra­bjarg

Hvað er annað skemmti­legt að gera í Borg­ar­nesi?

„Bjöss­aróló stend­ur alltaf fyr­ir sínu og sund­laug­in en ég mæli líka með göngu­ferð meðfram sjón­um með viðkomu í Skalla­gríms­garði.“

Skoðar þú aðallega nátt­úr­una eða líka sög­una þegar þú ferðast um landið?

„Við höf­um verið dug­leg að tengja staði sem við heim­sækj­um við at­b­urði í sög­unni og höf­um reynt að miðla því til barn­anna okk­ar. Það er sér­stak­lega minn­is­stætt þegar við tók­um Vest­f­irðina 2020 en á leiðinni hl­ustuðum við á Útkallsþætt­ina sem fjölluðu um það þegar áhöfn á bresk­um tog­ara var bjargað við Látra­bjarg. Það er svo áhrifa­ríkt að hlusta og sjá svo hvar þetta gerðist og upp­lifa vega­lengd­irn­ar. Þetta verður eitt­hvað svo svaka­legt. En krakk­arn­ir tala mikið um þetta í bland við það að við sett­um okk­ur það mark­mið að prófa alla nátt­úru­laug­ar sem urðu á vegi okk­ar. Það vakti mikla lukku þó það hafi verið kom­in smá þreyta í mann­skap­inn þegar við klukkuðum þrjár laug­ar á ein­um degi. Þá hef ég einnig reynt að vera dug­leg að tengja Íslend­inga­sög­urn­ar við staði en ég held að það sé mik­il­væg­ur grunn­ur svo hægt sé að kveikja áhuga.“

All­ir ættu að ganga Síld­ar­manna­göt­ur

Hvar er best að skella sér í sund á Vest­ur­landi?

„Sund­laug­in í Borg­ar­nesi er nátt­úr­lega efst á list­an­um. Svo erum við kom­in með fjöl­breytt úr­val af baðstöðum fyr­ir þá sem vilja hafa það extra gott og þá er það Krauma, Gilja­böðin og svo er ný­lega búið að taka í gegn sund­laug­ina á Húsa­felli sem er orðin mjög flott. Guðlaug á Akra­nesi er líka alltaf mjög skemmti­leg og gam­an að fara með krakka á strönd­ina þegar sól­in læt­ur sjá sig.“

Hvernig myndi drauma­dag­ur­inn þinn líta út?

„Ég myndi vakna eft­ir að minnsta kosti átta tíma svefn, fá mér dá­sam­leg­an kaffi­bolla á Land­náms­setrinu, já ég geri mér líka ferð um helg­ar. Ég er al­gjör koff­ín­fík­ill en ég helli nán­ast aldrei upp á kaffi heima hjá mér. Ann­ars eru all­ir dag­ar góðir sem inn­halda góðan fé­lags­skap og gleði.“

Hef­ur þú farið í skemmti­lega göngu á Vest­ur­landi?

„Síld­ar­manna­göt­ur er frá­bær göngu­leið sem ég get hik­laust mælt með, dá­sam­leg dag­leið um­vaf­in fal­legri nátt­úru. Frek­ar auðveld ganga sem ætti að henta flest­um. Svo er Hafn­ar­fjallið alltaf skemmti­legt.“

Bif­röst er perla

Áttu þér upp­á­haldsstað á Vest­ur­landi?

„Bif­röst, ekki spurn­ing. Sér­stak­lega á haust­in þegar haustlit­irn­ir láta sjá sig i hraun­inu, þá er fátt betra en að koma sér vel fyr­ir í ein­hverj­um móa og tína ber beint upp í sig. Svo er alltaf ein­hver róm­an­tík yfir Varmalandi en eldri stelp­an mín var þar í fyrsta bekk og svo héld­um við brúðkaups­veisl­una okk­ar þar. Það er gam­an að leika sér í skóg­in­um og þar er líka tjald­stæði þannig að ég mæli hik­laust með úti­legu þangað í sum­ar.“

Veistu um leynda perlu í ná­grenn­inu?

„Það er með þess­ar leyndu perl­ur, maður veit aldrei hvað má segja og hvað ekki. En það er staður í Jafna­sk­arðsskógi sem alla­vega Bif­rest­ing­ar kalla Guðjóns­lund. Dá­sam­leg­ur staður sem er al­gjör perla þegar sól­in skín. Þangað er gam­an að fara með sund­föt og nesti. Ég veit ekki hversu ábyrgt er að segja frá þessu en það er klett­ur þarna sem er gam­an að stökkva fram af í vatnið. Það er fátt sem topp­ar laut­ar­ferðir þar sem maður fær að sulla og vaða, það vex eng­inn upp úr því.“

Hef­ur þú tíma til þess að fara í frí í sum­ar?

„Það er nauðsyn­legt fyr­ir alla að fara í smá frí og ég er eng­in und­an­tekn­ing á því. Ég og maður­inn minn vor­um að kaupa okk­ur bú­stað hérna í Borg­ar­f­irðinum sem við ætl­um að dunda okk­ur við að gera upp í sum­ar. Dunda okk­ur við segi ég en að dunda sér er ekki til í orðaforða manns­ins míns. Þannig að ég hugsa að við tök­um áhlaup á hann og njót­um þess að verja tíma með börn­un­um okk­ar í hon­um í sum­ar. Þá er elsta stelp­an okk­ar að ferm­ast núna fyrstu helg­ina í júlí. Hún býr á Eg­ils­stöðum, þannig að við ætl­um að skella okk­ur aust­ur og njóta þess að vera öll sam­an að und­ir­búa ferm­ing­una og sleikja sól­ina sem er víst fyr­ir aust­an. Einnig var búið að lofa Dan­merk­ur­ferð þetta sum­arið og það þarf að finna góðan tíma fyr­ir hana. En ég verð seint þekkt fyr­ir það að skipu­leggja mig langt fram í tím­ann, þetta er meira svona eig­um við að skella okk­ur núna og svo er lagt í hann,“ seg­ir Helga Mar­grét sem sér fram á anna­samt og spenn­andi sum­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert