Ævintýraleg trúlofun í hvalaskoðun við Húsavík

Ungur maður fór á skeljarnar í hvalaskoðun við Húsavík á …
Ungur maður fór á skeljarnar í hvalaskoðun við Húsavík á dögunum. Samsett mynd

Mynd­skeið frá hvala­skoðun við Húsa­vík hef­ur vakið þó nokkra at­hygli á sam­fé­lags­miðlum að und­an­förnu. Þar má sjá ung­an mann fara á skelj­arn­ar í miðri hvala­skoðun.

Mynd­skeiðinu var fyrst deilt á In­sta­gram-reikn­ingi Friends of Moby Dick Whale Watching. Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is var unga parið frá Belg­íu, en það var ein­ung­is einn leiðsögumaður í hvala­skoðun­inni sem vissi af því sem til stæði. 

Af mynd­skeiðinu að dæma virðist trú­lof­un­in hafa heppn­ast vel og komið verðandi brúðinni al­gjör­lega á óvart, en parið virt­ist afar ham­ingju­samt með þessa ein­stöku stund og brosti sínu breiðasta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert