„Ég elska þegar það er tekið til eftir mig“

Arnar Gauti Arnarsson er einnig þekktur undir nafninu Lil Curly.
Arnar Gauti Arnarsson er einnig þekktur undir nafninu Lil Curly.

Sam­fé­lags­miðlastjarn­an Arn­ar Gauti Arn­ars­son, bet­ur þekkt­ur sem Lil Cur­ly, ætl­ar að ferðast vítt og breitt um landið í sum­ar. Hann ætl­ar meðal ann­ars að koma við á Aust­ur­landi þar sem Seyðis­fjörður stend­ur upp úr að hans mati. Hann kann vel við sig í skemmti­legri úti­legu en enn bet­ur á góðu hót­eli með al­menni­legri þjón­ustu.

Ætlar þú að ferðast inn­an­lands í sum­ar?

„Já! Ég ætla fara á Eg­ilsstaði og Seyðis­fjörð.“

Áttu þér upp­á­haldsstað á Aust­fjörðum?

„Seyðis­fjörður hef­ur mikla yf­ir­burði fyr­ir aust­an.“

Seyðisfjörður er á stefnuskránni.
Seyðis­fjörður er á stefnu­skránni. Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi

Áttu þér upp­á­halds­sund­laug úti á landi?

„Sund­laug­in á Suður­eyri er fal­inn gull­moli, Hofsós á svaðal­ega sund­laug ef þú ert að leita að út­sýni.“

Hvað finnst þér best að grilla í úti­leg­unni?

„Ham­borg­ar­ar á grillið klikka seint eða aldrei.“

Arnar Gauti ætlar að ferðast um landið.
Arn­ar Gauti ætl­ar að ferðast um landið.

Áttu upp­á­hald­stjaldsvæði?

„Tungu­skóg­ur á Ísaf­irði er ótrú­lega skemmti­legt tjaldsvæði, síðan eru góð tjaldsvæði á Mý­vatni sem fá „shout out“.“

Er ein­hver staður á land­inu sem þú hef­ur enn ekki komið á en lang­ar að fara á?

„Já, mig lang­ar að fara í vélsleðaferð upp á Vatna­jök­ul.“

Hann dreymir um jöklaferð.
Hann dreym­ir um jökla­ferð. mbl.is/​RAX

Tjald eða hót­el?

„Það er geðveik stemn­ing í tjaldi en ég verð að velja hót­el vegna þess ég elska þegar það er tekið til eft­ir mig.“

Hvaða flík verður að fara með í úti­leg­una?

„Þú ferð ekki í úti­legu á Íslandi án þess að taka síðbræk­ur með þér.“

Föðurland er bráð nauðsynlegt í útileguna.
Föður­land er bráð nauðsyn­legt í úti­leg­una. Ljós­mynd/​66°Norður

Hvað ætl­arðu að gera annað skemmti­legt í sum­ar?

„Fara á Ísa­fjörð og kíkja á Tjöru­húsið.“

Samfélagsmiðlastjarnan elskar að lenda í ævintýrum úti í náttúrunni.
Sam­fé­lags­miðlastjarn­an elsk­ar að lenda í æv­in­týr­um úti í nátt­úr­unni.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert