Þetta eru dýrustu sundlaugarnar á landinu

Glæsilegt útsýni frá sundlauginni í Laugarnesi við Birkimel.
Glæsilegt útsýni frá sundlauginni í Laugarnesi við Birkimel. Ljósmynd/Sundlaugar.is

Á lands­byggðinni er að finna fjöl­marg­ar sund­laug­ar sem bjóða sund­laug­ar­gest­um upp á mis­mun­andi upp­lif­un, allt frá stór­brotnu út­sýni og góðri sólbaðsaðstöðu yfir í skemmti­leg­ar renni­braut­ir.

Í síðustu viku tók ferðavef­ur mbl.is sam­an verðlag sund­lauga á höfuðborg­ar­svæðinu sem leiddi í ljós að dýr­asta sund­ferðin var í Reykja­vík. 

Dýr­asta sund­ferðin á Húsa­felli

Mik­il umræða varð til á Face­book-hópn­um „Fjár­málatips“ í síðustu viku þegar birt var mynd af verðskrá sund­laug­ar­inn­ar á Húsa­felli, en þar kost­ar aðgang­ur fyr­ir full­orðna í laug­ina 3.800 krón­ur. Börn á aldr­in­um 10 til 16 ára borga 1.500 krón­ur í aðgangs­eyri og frítt er fyr­ir börn und­ir 10 ára aldri. 

Tvær laugar, tveir heitir pottar, kaldur pottur og gufubað prýða …
Tvær laug­ar, tveir heit­ir pott­ar, kald­ur pott­ur og gufubað prýða sund­laug­ina á Húsa­felli. Ljós­mynd/​Husa­fell.is

Þar á eft­ir kem­ur sund­laug­in í Laug­ar­nesi við Birki­mel, en þar kost­ar sund­ferðin 1.700 krón­ur fyr­ir full­orðna og 500 krón­ur fyr­ir börn á aldr­in­um 6 til 16 ára. Þá er frítt í laug­ina fyr­ir börn til 5 ára ald­urs. 

Frá sundlauginni í Laugarnesi er glæsilegt útsýni yfir Breiðafjörð.
Frá sund­laug­inni í Laug­ar­nesi er glæsi­legt út­sýni yfir Breiðafjörð. Ljós­mynd/​Sund­laug­ar.is

Því næst koma tvær laug­ar, ann­ars veg­ar Skeiðalaug í Braut­ar­holti sem er í Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi og hins veg­ar Lýsu­laug­ar í Staðarsveit sem er á Snæ­fellsnesi. 

Í Skeiðalaug og Lýsu­laug­ar kost­ar sund­ferðin 1.500 krón­ur fyr­ir full­orðna. Þá borga börn á aldr­in­um 11 til 18 ára 500 krón­ur í Skeiðalaug, en börn á aldr­in­um 10-17 ára borga það sama í Lýsu­laug­ar. Sem stend­ur er Skeiðalaug lokuð tíma­bundið vegna fram­kvæmda en bú­ist er við að hún opni aft­ur síðar í sum­ar.

Skeiðalaug í Brautarholti. Þar er sundlaug, heitur pottur, vatnsgufubaðstofa, kaldur …
Skeiðalaug í Braut­ar­holti. Þar er sund­laug, heit­ur pott­ur, vatns­gufubaðstofa, kald­ur pott­ur og infrar­auð sauna. Ljós­mynd/​Sund­laug­ar.is
Lýsulaugar í Staðarsveit. Í lauginni er náttúrulegt heitt ölkelduvatn beint …
Lýsu­laug­ar í Staðarsveit. Í laug­inni er nátt­úru­legt heitt öl­keldu­vatn beint úr jörðu, en það er steinefna­ríkt og mæl­ist hátt magn af magnesí­um og kalsíum í vatn­inu. Ljós­mynd/​Sund­laug­ar.is

3.130 króna mun­ur á dýr­ustu og ódýr­ustu sund­ferðinni

Ódýr­asta sund­ferðin á land­inu er í Vog­um á Vatns­leysu­strönd, en þar kost­ar sund­ferðin 670 krón­ur fyr­ir full­orðna, 300 krón­ur fyr­ir börn á aldr­in­um 6 til 17 ára og er ókeyp­is fyr­ir börn til 6 ára ald­urs.

Sundlaugin í Vogum. Þar er útisundlaug, heitur pottur, vaðlaug, kalt …
Sund­laug­in í Vog­um. Þar er útisund­laug, heit­ur pott­ur, vaðlaug, kalt kar og sauna. Ljós­mynd/​Sund­laug­ar.is

Næst ódýr­asta sund­ferðin er í sund­laug­ina á Skaga­strönd en þar kost­ar sund­ferðin 700 krón­ur fyr­ir full­orðna og er ókeyp­is fyr­ir börn til 16 ára ald­urs. 

Sundlaugin á Skagaströnd. Fram kemur á vef sundlauganna að sú …
Sund­laug­in á Skaga­strönd. Fram kem­ur á vef sund­laug­anna að sú hefð sé orðin þekkt um allt land að gest­um í heita pott­in­um sé færður kaffi­sopi. Ljós­mynd/​Sund­laug­ar.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert