Allt gerist á réttum tíma

Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur rekur vefinn betareynis.is.
Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur rekur vefinn betareynis.is. Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir

„Í byrj­un júní eyddi ég dá­semd­ar­viku í Toscana á Ítal­íu með góðum vin­um. Á hverj­um degi drukk­um við í okk­ur feg­urð, menn­ingu og lit­ríkt mann­líf Ítal­íu. Dreypt­um á og frædd­umst um ít­ölsk eðal­vín, sporðrennt­um ít­ölsk­um mat í massa­vís og átt­um sam­an ógleym­an­leg­ar sam­veru­stund­ir sem núna hafa komið sér kirfi­lega fyr­ir í minn­ing­ar­bank­an­um góða,“ seg­ir Elísa­bet Reyn­is­dótt­ir nær­inga­fræðing­ur í nýj­um pistli en hún fór í æv­in­týra­legt ferðalag í sum­ar: 

En rétt eins og ég er búin að reyna svo oft áður, ger­ast æv­in­týr­in þegar maður á síst von á þeim.

Eft­ir viku sagði ég Arri­vi­derci við vina­hóp­inn þar sem hann sneri aft­ur heim í rign­ing­una í Reykja­vík. Óvænt hafði mér verið boðin tveggja vikna vinna á litlu hót­eli í bæn­um Bagni di Lucca í Toscana. Þar biðu mín áfram­hald­andi skemmti­leg­heit og óvænt­ar uppá­kom­ur.

Elísabet Reynisdóttir naut lífsins á Kúbu.
Elísa­bet Reyn­is­dótt­ir naut lífs­ins á Kúbu. Ljós­mynd/​Eyþór Arn­ar Ingvars­son

Að loknu því æv­in­týri ákvað ég að fljúga til Barcelona og svo þaðan heim. Aft­ur tóku ör­lög­in í taum­ana og færðu upp í hend­urn­ar á mér nýj­ar og spenn­andi upp­lif­an­ir.

Í Barcelona kynnt­ist ég nefni­lega hon­um Daní­el sem er spenn­andi, fal­leg­ur, bor­inn og barn­fædd­ur í Barcelona og al­inn þar upp í forn­bóka­sölu.

Best að ég spóli aðeins til baka því þessi saga byrj­ar eig­in­lega ekki í Barcelona og hvað þá fyrst nú í sum­ar. Í raun byrjaði hún sirka árið 2005. Í Vest­manna­eyj­um. Til að kasta æv­in­týraljóma á þessa sögu verð ég að segja ykk­ur hana frá upp­hafi því það sem ég upp­lifði í Barcelona núna í sum­ar var hrein­lega skrifað í ský­in. Gott dæmi um það að stund­um þarf maður bara að bíða þol­in­móður eft­ir rétta „mó­ment­inu“, að sá tími kem­ur þegar hann á að koma, og þegar við erum and­lega til­bú­in til að taka á móti því sem ör­lög­in færa upp í hend­urn­ar á okk­ur.

Árið 2005 kom fyrr­ver­andi eig­inmaður minn heim einn dag­inn eft­ir vikutúr á Herjólfi, með bók í hend­inni sem datt eins og af himn­um ofan í fangið á hon­um. Hann ákvað að lesa hana, því hún í fúl­ustu al­vöru, bók­staf­lega datt í fangið á hon­um. „Beta þú verður að lesa þessa bók, þetta er lík­lega besta bók, sem ég hef lesið,“ sagði minn fyrr­ver­andi.

Ég, bóka­orm­ur­inn á heim­il­inu, glotti og benti hon­um á að það væru nú ekki marg­ar bæk­urn­ar sem hann hefði lesið um æv­ina. En bók­in fór á nátt­borðið því for­vitni mín var vissu­lega vak­in. Þar safnaði hún reynd­ar á sig ryki, lá þar hrein­skiln­ings­lega ansi lengi óles­in. Endaði síðan upp í bóka­hillu í stof­unni þar sem hún stóð pinnstíf og óles­in áfram. Ég tók hana reynd­ar fram reglu­lega en lagði hana svo ávallt frá mér á end­an­um. Byrjaði að lesa en hætti eft­ir stutt­an lest­ur. Æ, þið vitið, stund­um er bara ekki rétti tím­inn. Svo „ger­ist“ lífið og allt það. Þið þekkið þetta.

Við tóku bú­ferla­flutn­ing­ar á milli lands­hluta og alltaf var bók­in með í för. Síðan skilnaður, og ég gríp bók­ina í þeim skipt­um sem fylgdu í kjöl­farið. Ein­hvern veg­inn náði ég sem sagt alltaf að passa upp á þessa bók, sama hvað gekk á og hvert sem ég fór og flutti. Í gegn­um árin hef ég ferðast með hana um landið allt og ætlað mér að lesa, en aldrei orðið af því.

Í apríl síðastliðnum fór ég til Kúbu og enn og aft­ur var bók­in góða með í för. Ferðatask­an sem hún var í varð viðskila við mig á ferðalag­inu, og fékk ég tösk­una ekki af­henta fyrr en mánuði síðar, ég þá löngu kom­in heim til Íslands. Bók­in á sín­um stað í tösk­unni, óles­in. Ég man ég horfði á hana þegar ég tók upp úr tösk­unni og hugsaði „Hvert ertu búin að fara elsku bók, án mín? Skyld­um við ein­hvern tím­ann ná sam­an?“ Hún svaraði mér auðvitað engu en ein­hvern veg­inn fannst mér spenn­an á milli okk­ar vera að stig­magn­ast. Ég er á því að bæði ég og bók­in höf­um fundið á okk­ur að nú væri að koma að því, að loks­ins næðum við sam­an.

Þegar ég lagði af stað til Ítal­íu í júní­byrj­un var bók­in eina ferðina enn með í för. Í Toscana náði ég aldrei að gefa mér tíma til að lesa hana, enda ferðin að mörgu leiti vinnu­ferð, nám­skeið í gangi, vinna á hót­el­inu í Bagni di Lucca, stans­laus gleði með góðum vin­um og hrein­lega eng­inn tími til að lesa bók.

Ljós­mynd/​Eyþór Arn­ar Ingvars­son

Að lok­inni dvöl­inni á Ítal­íu tók ég lest til Flórens, þaðan sem ég átti bókað flug til Barcelona. Það var loks­ins á flug­vell­in­um í Flórens sem ég tók bók­ina upp og byrjaði að lesa fyr­ir al­vöru.

Ég las í gegn­um allt flugið. Ég reyndi að lesa í leigu­bíln­um á leiðinni í íbúð dótt­ir minn­ar í Barcelona en þar ætlaði ég að búa ein á meðan ég dvaldi í Barcelona, dótt­ir mín á meðan heima á Íslandi. Þegar á reyndi varð ég í raun aldrei al­veg ein þessa daga í Barcelona, því fljót­lega var Daní­el, sögu­hetja bók­ar­inn­ar, með mér öll­um stund­um. Þessi sem ég sagði ykk­ur frá í upp­hafi.

Ég gekk um Barcelona með Daní­el og hans fólki. Vissi að ég var á slóðum þar sem hann ólst upp og upp­lifði lífið sem ung­ur strák­ur. Ég leitaði að Kirkju­g­arði gleymdu bók­anna. Ég skimaði eft­ir kaffi­hús­um í göml­um bygg­ing­um, at­hugaði hvar ég gæti fengið mér bagu­ette og eða spænska blóðpylsa.

Stund­um stóð ég bara kyrr á þröng­um stræt­um og end­urupp­lifði spenn­una, ógn­væn­legu at­b­urðina, all­ar stór­brotnu per­són­urn­ar sem urðu á vegi Daní­els í bók­inni. Ástina. Ó guð, hvað ég fann hana sterkt og upp­lifði með hon­um hjartasorg og svo síðar sátt. Sag­an ger­ist á ár­un­um eft­ir spænsku borg­ara­styrj­öld­ina og á valda­tíma Francos og seg­ir frá því hvernig bók sem Daní­el fann og las sem krakki, varð að at­b­urðarás sem breytti lífi hans. Líf hans flétt­ast sam­an við per­són­ur bók­ar­inn­ar og tengj­ast höf­undi bók­ar­inn­ar.

Daní­el Sem­p­ere stóð svo sann­ar­lega ljós­lif­andi fyr­ir mér þessa daga mína í Barcelona. Ég sötraði með hon­um rauðvín og hann fór með mér út að borða og á kaffi­hús. Ég átti jafn­vel heilu sam­töl­in við hann. 

Daní­el er per­sóna í bók­inni Skuggi vinds­ins eft­ir Car­los Ruiz Za­fón, bók­inni sem minn fyrr­ver­andi kom með heim af Herjólfi árið 2005 og sagði mér að ég yrði að lesa. Bók sem hef­ur fylgt mér síðan en aldrei var rétti tím­inn til að lesa. Bók sem ger­ist í Barcelona um miðja síðustu öld og þar sem Kúba, landið sem ég heillaðist svo af, eft­ir að hafa verið þar í apríl síðastliðnum, kem­ur við sögu. Það kom sterkt fram í bók­inni að vin­ur Daní­els, Ferm­in, gat ekki, frek­ar en ég, gleymt Kúbu.

Hvernig gat ein bók heltekið Daní­el svo að líf hans varð eins og þræðir sög­unn­ar sem spunnu sam­an líf hans og ör­lög? Þegar stórt er spurt er fátt um svör og ég skil það mæta vel. Því sjálfri fannst mér líf mitt vera að tengj­ast þess­ari bók sem þegar hér var komið var búin að vera ferðafé­lagi minn í 17 ár.

Ég varð, eins og þið heyrið, al­gjör­lega heilluð af sög­unni. Fletti upp höf­und­in­um Car­los Ruiz Za­fón, en hann lést rúm­lega fimm­tug­ur úr krabba­meini. Ég hugsaði til hans og hversu hepp­in ég sjálf var að hafa sloppið fyr­ir horn síðasta sum­ar þegar ég greind­ist með húðkrabba­mein.  

Það að vera stödd í Barcelona þegar ég loks­ins las bók­ina var æv­in­týri lík­ast. Ein að þvæl­ast um í got­neska hverf­inu og upp­lifa sög­una, ný­kom­in frá Kúbu.

Það sem stóð upp úr er sag­an og fortíðin. Ástin á sér eng­in tak­mörk og landa­mæri og get­ur birtst í alls kon­ar mynd­um. Húm­or­inn var það sem fleytti mér í gegn­um erfiðu kafl­ana. Tár­in runnu en skömmu síðar heyrðist hlát­ur. Þetta var bók­in sem ég þurfti að lesa og ekki fyrr eða seinna, held­ur ná­kvæm­lega þarna á þess­um stað, og á þess­um tíma­punkti í mínu lífi.

Ég lagði bók­ina frá mér þegar ég var búin og kom henni fyr­ir á góðum stað í íbúðinni í Barcelona. Ég á eft­ir að fara þangað aft­ur, end­ur­nýja kynn­in við Daní­el og upp­gvöta fleiri staði sem til­heyra hon­um og sög­unni.

Þetta var lík­lega mest spenn­andi bóka­gagn­rýni eða um­fjöll­un sem þið hafið lesið lengi, ekki satt?! En án gríns, skundið nú á bóka­safn og grípið þessa bók. Kaupið ykk­ur svo farmiða til Barcelona og farið þangað helst ein/​einn svo þið náið að njóta þess sem best að lesa þessa frá­bæru sögu í al­gjöru næði og frið. Þannig náið þið að upp­lifa sög­una með hljóðum, tungu­mál­inu, fólk­inu, lykt­inni og got­neska hverf­inu í Barcelona beint í æð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert