Eyddu 38 þúsund í gistingu í þriggja vikna Evrópuferð

Snæfríður, Matthías, Margrét og Bryndís mætt á ströndina á Tenerife …
Snæfríður, Matthías, Margrét og Bryndís mætt á ströndina á Tenerife eftir þriggja vikna ökuferð um Evrópu.

Fjöl­miðlakon­an Snæfríður Inga­dótt­ir keyrði frá Ak­ur­eyri til Teneri­fe ásamt eig­in­manni sín­um, Matth­íasi Kristjáns­syni, og tveim­ur af þrem­ur dætr­um á dög­un­um. Það tók þau þrjár vik­ur að keyra þessa leið en þau eru ný­kom­in á leiðar­enda. 32 ára gam­all Land Rover Disco­very kom þeim á leiðar­enda og var ferðalagið æv­in­týra­legt á köfl­um.

„Bíll­inn bilaði bara einu sinni al­var­lega en þá fór alternator­inn. Þetta var á hraðbraut­inni á Spáni og við á leið til Valencia. Við urðum að taka ákvörðun um hvort við ætt­um að reyna að kom­ast á áfangastað og leysa málið þar eða beygja inn í næstu borg. Við tók­um seinni val­kost­inn og kom­um til Zaragossa rétt fyr­ir síest­una í miðri hita­bylgju. Eft­ir að hafa heim­sótt nokkr­ar vara­hluta­versl­an­ir fund­um við rétt­an alternator, en það gekk ekk­ert að finna verk­stæði sem hafði áhuga á að koma hon­um í. Því varð eig­inmaður­inn að gjöra svo vel að taka verkið að sér og það í steikj­andi sól og 42 stiga hita. Eig­inmaður­inn vann sann­kallað krafta­verk þenn­an dag en hann fann út úr þessu eft­ir að hafa horft á mynd­band á YouTu­be,” seg­ir Snæfríður og bæt­ir við að bílaviðgerðir séu síður en svo hans kaffi­bolli.

Matthías Kristjánsson náði að gera við bílinn með hjálp YouTube.com.
Matth­ías Kristjáns­son náði að gera við bíl­inn með hjálp YouTu­be.com. Ljós­mynd/​Snæfríður

Fannst Par­ís of­met­in 

Snæfríður seg­ir að Land Rover­inn hafi ekki verið sér­stak­lega hrif­inn af hita­bylgj­unni sem geisaði á Spáni þegar þau keyrðu yfir til Teneri­fe. Hann hitaði sig gjarn­an of mikið. Á heit­ustu dög­un­um þurfti fjöl­skyld­an því reglu­lega að stoppa til að kæla bíl­inn sem seinkaði för.

„Verst fannst mér þó að ég fékk svo mikla sjóriðu eft­ir ferðina með Nor­rænu, það skemmdi aðeins ann­ars skemmti­lega upp­lif­un. En þetta hafðist allt sam­an og við kom­umst á leiðar­enda, hingað til Teneri­fe.”

Aðspurð að því hvað standi upp úr eft­ir ferðalagið seg­ir Snæfríður að Antwerpen hafi komið hvað mest á óvart.

„Við höfðum eng­ar vænt­ing­ar til borg­ar­inn­ar en vor­um svo með íbúðaskipti í gyðinga­hverf­inu sem var mik­il upp­lif­un og borg­in mjög lit­rík og skemmti­leg.“ Hún seg­ir að fjöl­skyld­an hafi orðið mjög skot­in í Valencia borg á Spáni.

„Það er al­veg nýja upp­á­halds­borg­in okk­ar,“ seg­ir Snæfríður og bæt­ir við að dæt­urn­ar séu hins veg­ar sam­mála um að Par­ís sé of­met­in borg með reiðum þjón­um og pissulykt úti á götu.

Fjölskyldan hjólandi um nýju uppáhaldsborgina sína, Valencia á Spáni.
Fjöl­skyld­an hjólandi um nýju upp­á­halds­borg­ina sína, Valencia á Spáni.

Lær­dóms­ríkt að ferðast í bíl

„Það er skemmti­legt að ferðast í bíl því það gef­ur annað sjón­ar­horn. Fyr­ir okk­ur Íslend­ing­ana er áhuga­vert að keyra um Mið-Evr­ópu þar sem nán­ast hver fer­metri er nýtt­ur und­ir mann­virki eða land­búnað. Við reynd­um að ferðast ekki ein­ung­is á hraðbraut­un­um held­ur velja líka minni vegi þar sem er meira að sjá. En á hraðbraut­un­um er al­veg rosa­legt að sjá hala­róf­una af flutn­inga­bíl­um og allt magnið af varn­ingi sem er verið að ferja út og suður. Áður en við lögðum af stað höfðum við áhyggj­ur af hita­bylgj­unni, en það var gam­an að sjá að Spán­verj­arn­ir kunna vel að tak­ast á við slíkt ástand. Nú skilj­um við síest­una mun bet­ur, maður á ekk­ert að vera á ferðinni þegar sól­in er hæst á lofti.“

Aðspurð út í kostnaðinn við svona Evr­ópu­ferð þá seg­ir Snæfríður að stærsti kostnaður­inn hafi legið í ferj­un­um tveim­ur, frá Íslands til Dan­merk­ur og frá Spáni til Teneri­fe, eða tæp­ar 600.000 þúsund krón­ur. Þá fóru um 80 þúsund krón­ur í eldsneyti á bíl­inn. Hins veg­ar var gi­sti­kostnaður ferðar­inn­ar aðeins 38 þúsund krón­ur þar sem fjöl­skyld­an nýtti sér íbúðaskipti í Par­ís, Antwerpen, San Sebastian og Valencia.

Ástin sigrar allt.
Ástin sigr­ar allt.

Hús á Teneri­fe í niðurníðslu

Þó 4115 km eru nú að baki er ferðalag fjöl­skyld­unn­ar bara rétt að hefjast.

„Já, aðal ferðalagið er rétt að byrja en það felst í því að koma niður­níddu húsi hér á Teneri­fe í íbúðar­hæft ástand. Við vit­um ekk­ert hvernig það á eft­ir að ganga. Þetta hús er í mjög hrör­legu ástandi og við þekkj­um ekk­ert inn á kerfið hérna svo þetta verður ör­ugg­lega mikið æv­in­týri,“ seg­ir Snæfríður.

Hægt er að fylgj­ast með æv­in­týr­um Snæfríðar og fjöl­skyldu á In­sta­gram: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert