Bandaríska sveitasöngkonan Kacey Musgraves er stödd á Íslandi um þessar mundir ásamt góðvinum sínum. Musgraves er heimsfræg og margverðlaunuð tónlistarkona frá Texas í Bandaríkjunum.
Musgraves birti skemmtilegt myndskeið á Instagram í gærdag og sýndi það frá heimsókn hennar í Bláa Lónið, eitt af undrum veraldar.
Söngkonan birti það sem hún átti von á að heimsókn í lónið ætti eftir að verða og einnig hvað heimsókn hennar var, en veðurviðvaranir hafa verið í gildi síðustu daga vegna úrkomu og mikilla vinda.