Svona æfir íslensk flugfreyja í stoppi

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Flug­freyj­an og þjálf­ar­inn Sara Davíðsdótt­ir er dug­leg að hvetja fylgj­end­ur sína á sam­fé­lags­miðlum til að hreyfa sig á ferðalög­um. Sjálf ferðast hún mikið í starfi sínu og kann­ast við að þurfa að aðlaga æf­ing­ar sín­ar að þeim búnaði sem er í boði á hót­el­um. Hún setti því sam­an skot­helda æf­ingu sem auðvelt er að taka á ferðalagi. 

    „Hér er smá svona hót­elút­gáfa af æf­ingu af Zone æf­inga­pró­gramm­inu mínu, en þessi æf­ing var sjúk­lega fljót að líða og tek­ur ekki meira en svona 45 til 50 mín­út­ur. Æfing­in keyr­ir púls­inn vel upp en þú get­ur að sjálf­sögðu stjórnað hraðanum og tempó­inu bara al­veg eins og þú vilt,“ út­skýr­ir Sara í mynd­skeiðinu. 

    Æfing­in er í sjö liðum og inni­held­ur þrjá EMOM-hringi (e. every minu­te on the minu­te), en EMOM þýðir að þú hef­ur eina mín­útu til að klára ákveðinn fjölda æf­inga. Ef þú klár­ar áður en mín­út­an er liðin færð þú að hvíla út mín­út­una áður en þú færð í næstu æf­ingu.

    Í æf­ing­unni hjá Söru tek­ur hver EMOM-hring­ur 6 mín­út­ur og sam­an­stend­ur af tveim­ur mis­mun­andi æf­ing­um sem gerðar eru til skipt­is á mín­útu fresti. 

    Skot­held æf­ing fyr­ir ferðalagið

    A. Byrjaðu á því að hlaupa eða hjóla í 15 mín­út­ur

    B. Sippaðu í gegn­um 1-2 lög, eða a.m.k. í 3 mín­út­ur

    C. EMOM í 6 mín­út­ur, þrír hring­ir af:

    • 10-12 thru­sters
    • 10-12 burpees eða sprawls

    D. EMOM í 6 mín­út­ur, þrír hring­ir af:

    • 10-12 bekkpress­ur með hand­lóð
    • 16-20 hliðar­upp­stig/​hopp á bekk

    E. EMOM í 6 mín­út­ur, þrír hring­ir af:

    • 10-12 súmó hné­beygj­ur með front raises
    • 20 skauta­hopp

    F. Sippaðu aft­ur í gegn­um 1-2 lög eða a.m.k. í 3 mín­út­ur

    G. Safnaðu 3-5 mín­út­um í plank­a­stöðu

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert