Lonely Planet mælir með þremur íslenskum stöðum

Hefur þú heimsótt þessa staði?
Hefur þú heimsótt þessa staði? Ljósmynd/Unsplash/Miha Rekar

Ferðavef­ur Lonley Pla­net birti á dög­un­um þrjá staði sem vert er að heim­sækja á Íslandi fyr­ir ferðalanga sem vilja ferðast eins og heima­menn. Hring­veg­ur­inn, Reyn­is­fjara og Bláa lónið standa alltaf fyr­ir sínu, en með grein­inni vildu þau vekja at­hygli á hve margt annað landið hef­ur upp á að bjóða. 

Grein­ina skrifuðu þrír ferðasér­fræðing­ar, en hver sér­fræðing­ur valdi einn stað til að mæla með. Carolyn Bain, ferðabóka­höf­und­ur, valdi Hrís­ey á Norður­landi. 

Hrís­ey

„Litla eyj­an Hrís­ey er í 15 mín­útna fjar­lægð frá Árskógs­sandi með ferju en hún er langt í burtu frá ysn­um á Hring­veg­in­um. Ferj­an ber ekki bíla; við bryggju eyj­unn­ar eru hjól­bör­ur svo ferðalang­ar geti flutt far­ang­ur sinn. Í ná­grenn­inu er röð af drátt­ar­vél­um sem er ákjós­an­leg­ur ferðamáti eyj­unn­ar,“ skrif­ar Bain. 

„Ég kem hingað fyr­ir kyrrðina, fugla­lífið (rjúp­ur, krí­ur, máva og end­ur), göngu­leiðirn­ar og út­sýnið. Hrís­ey sit­ur í miðjunni á löng­um fjallag­arði með stór­kost­legu út­sýni til allra átta,“ bæt­ir hún við og seg­ir það vera vel þess virði að heim­sækja eyj­una hvenær sem er árs. 

Hrísey er í Eyjafirði.
Hrís­ey er í Eyjaf­irði. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Ásbyrgi

Blaðamaður­inn Eg­ill Bjarna­son valdi Ásbyrgi í Vatna­jök­ulsþjóðgarði. 

„Fylgstu nógu lengi með veður­spánni á Íslandi og þess­ar tveggja stafa töl­ur sem svífa yfir Ásbyrgi munu ná að lokka þig inn. Þetta grósku­mikla, hóflaga gljúf­ur er ein risa­stór sól­ar­ver­önd þökk sé 100 metra háum klett­um sem halda vind­in­um í burtu,“ skrif­ar Eg­ill. 

Hann seg­ir besta tím­ann til að heim­sækja Ásbyrgi vera síðla vors og yfir sum­ar­tím­ann, sér­stak­lega ef ferðalang­ar ætli að ganga um svæðið. 

Ásbyrgi er heillandi áfangastaður, sérstaklega á sumrin.
Ásbyrgi er heill­andi áfangastaður, sér­stak­lega á sumr­in. Ljós­mynd/​Unsplash/​Miha Rek­ar

Nes­kaupstaður

James Tayl­or, ferðarit­höf­und­ur og ljós­mynd­ari, valdi Nes­kaupstað á Aust­ur­landi. 

„Það er eitt­hvað sér­stakt við hrika­legu firðina á Aust­ur­landi. Þrátt fyr­ir að vera ein drama­tísk­asta og fal­leg­asta strand­lengja lands­ins renna flest­ir í gegn­um hana. Fyr­ir þá sem hins veg­ar stoppa þar er þetta besti staður­inn til að upp­lifa þig lít­inn í víðáttu­miklu og stór­brotnu lands­lagi,“ skrif­ar hann.

Af öll­um fal­legu stöðunum sem Aust­f­irðir bjóða upp á seg­ist Tayl­or ekki hafa verið lengi að velja sinn upp­á­haldsstað, Nes­kaupstað, enda sé þar ótrú­leg lands­slag og mikið að upp­lifa. 

Neskaupstaður er á Austurlandi.
Nes­kaupstaður er á Aust­ur­landi. Ljós­mynd/​Stein­unn Ásmunds­dótt­ir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert