Söngstjörnur landsins minnast Fiskidagsins Mikla

Diljá Pétursdóttir og Friðrik Ómar Hjörleifsson birtu bæði færslur á …
Diljá Pétursdóttir og Friðrik Ómar Hjörleifsson birtu bæði færslur á Instagram. Samsett mynd

Um helg­ina var greint frá því að Fiski­dag­ur­inn Mikli á Dal­vík heyrði nú sög­unni til. Þetta kom fram í til­kynn­ingu frá stjórn sam­nefnds fé­lags, sem hef­ur haldið utan um hátíðar­höld­in frá ár­inu 2005.

Þekkt­ir tón­list­ar­menn hafa minnst Fiski­dags­ins Mikla á sam­fé­lags­miðlum með mik­illi hlýju og þar á meðal Dal­vík­ing­ur­inn og söngv­ar­inn Friðrik Ómar Hjör­leifs­son.

„Þakk­læti er mér efst í huga“

„Þakk­læti er mér efst í huga nú þegar Fiski­dag­ur­inn Mikli heyr­ir sög­unni til. Takk Dal­vík fyr­ir að taka á móti um 600 þúsund gest­um á 20 árum. Takk all­ir lista­menn sem fram komu og mitt kæra sam­starfs­fólk í þessu stór­kost­lega verk­efni. Takk Júlli! Best­ur. Takk Sam­herji fyr­ir að treysta mér fyr­ir Fiski­dags­tón­leik­un­um. Áfram Dal­vík,“ skrifaði Friðrik Ómar á In­sta­gram.

View this post on In­sta­gram

A post shared by FRIÐRIK ÓMAR (@from­ar­inn)

View this post on In­sta­gram

A post shared by FRIÐRIK ÓMAR (@from­ar­inn)

„Eitt það allra skemmti­leg­asta sem ég hef gert“

Eurovisi­on-stjarn­an Diljá Pét­urs­dótt­ir minnt­ist Fiski­dags­ins Mikla og rifjaði upp skemmti­leg­ar minn­ing­ar frá síðustu hátíð þar sem hún kom fram ásamt fleira hæfi­leika­ríku fólki.

„Fiski­dag­ur­inn mikli 2023 app­reciati­on. Eitt það allra skemmti­leg­asta sem ég hef gert. TAKK fyr­ir tæki­færið Friðrik Ómar og Selma,“ skrifaði Diljá við myndaseríu frá síðasta Fiski­degi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert