Beraði bossann í Singapúr

Rexha er stórglæsileg.
Rexha er stórglæsileg. Samsett mynd

Bandaríska söngkonan Bebe Rexha sló rækilega í gegn á Instagram um helgina þegar hún birti sjóðheitar ljósmyndir af sér teknar á hóteli í Singapúr, en söngkonan átti frídag frá tónleikaferðalagi sínu. 

Á myndunum klæddist Rexha svörtum sundbol og sást stilla sér upp víðs vegar í kringum hótelsundlaugina, sem virðist staðsett á þaki hótelsins.

Fylgjendur söngstjörnunnar, sem eru tæplega 11 milljónir talsins, voru yfir sig hrifnir af myndunum og ánægðir með öryggið sem draup af Rexha, en hún er ötul talskona jákvæðrar líkamsímyndar og líður vel í eigin skinni.

View this post on Instagram

A post shared by Bebe Rexha (@beberexha)

Árið hefur verið upp og ofan hjá söngkonunni, en Rexha lenti í miður skemmti­legri upp­lif­un á tón­leik­um sínum í New York-borg í júní. Var síma grýtt í and­litið á henni og féll hún í kjöl­farið niður á sviðið. Söngkonan greindi einnig frá sambandsslitum sínum og Key­an Sa­yf­ari á tónleikum sínum í ágúst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert