Beraði bossann í Singapúr

Rexha er stórglæsileg.
Rexha er stórglæsileg. Samsett mynd

Banda­ríska söng­kon­an Bebe Rexha sló ræki­lega í gegn á In­sta­gram um helg­ina þegar hún birti sjóðheit­ar ljós­mynd­ir af sér tekn­ar á hót­eli í Singa­púr, en söng­kon­an átti frí­dag frá tón­leika­ferðalagi sínu. 

Á mynd­un­um klædd­ist Rexha svört­um sund­bol og sást stilla sér upp víðs veg­ar í kring­um hót­elsund­laug­ina, sem virðist staðsett á þaki hót­els­ins.

Fylgj­end­ur söng­stjörn­unn­ar, sem eru tæp­lega 11 millj­ón­ir tals­ins, voru yfir sig hrifn­ir af mynd­un­um og ánægðir með ör­yggið sem draup af Rexha, en hún er ötul talskona já­kvæðrar lík­ams­ímynd­ar og líður vel í eig­in skinni.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Bebe Rexha (@be­b­erexha)

Árið hef­ur verið upp og ofan hjá söng­kon­unni, en Rexha lenti í miður skemmti­legri upp­lif­un á tón­leik­um sín­um í New York-borg í júní. Var síma grýtt í and­litið á henni og féll hún í kjöl­farið niður á sviðið. Söng­kon­an greindi einnig frá sam­bands­slit­um sín­um og Key­an Sa­yf­ari á tón­leik­um sín­um í ág­úst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert