Erna Hrund synti með selum í Hvalfirði

Þetta var heldur betur lífleg sjósundsferð.
Þetta var heldur betur lífleg sjósundsferð. Samsett mynd

Vörumerkja­stjór­inn, blogg­ar­inn og áhrifa­vald­ur­inn, Erna Hrund Her­manns­dótt­ir, skellti sér í sjó­sund í Hvamms­vík í gær­dag ásamt góðvin­kon­um sín­um og alla­vega ein­um „heima­manni“.

Vin­kon­urn­ar ráku upp stór augu þegar þær röltu út í vatnið og sáu þar for­vit­inn sel að leik ná­lægt fjör­unni, en Erna Hrund birti skemmti­leg­ar mynd­ir af sjó­sunds­ferð vin­kvenn­anna á In­sta­gram-reikn­ingi sín­um.

Sjó­sund nýt­ur vax­andi vin­sælda á Íslandi sem og víðs veg­ar um heim enda sagt heilsu­efl­andi, gott fyr­ir ónæmis­kerfið og slak­andi fyr­ir lík­ama og sál.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert