„Svona fer maður í ísbað á Íslandi“

Avery Cyrus stakk sér til sunds í Stuðlagili á dögunum.
Avery Cyrus stakk sér til sunds í Stuðlagili á dögunum. Samsett mynd

Á dög­un­um birti Avery Cyr­us mynd­band frá Íslands­ferð sinni á TikT­ok þar sem hún sting­ur sér til sunds í Stuðlagili á Aust­ur­landi af snæviþökt­um kletti. Mynd­bandið hef­ur vakið mikla at­hygli.

„Svona fer maður í ísbað á Íslandi,“ seg­ir Cyr­us í byrj­un mynd­bands­ins og út­skýr­ir að vatnið sé ískalt og þess vegna sé hún í blaut­bún­ingi.

Cyr­us byrjaði á því að sjóða vatn sem hún hellti niður blaut­bún­ing­inn til að halda á sér hita og setti svo reipi utan um mittið á sér til að tryggja að hún kæm­ist upp úr vatn­inu á ör­ugg­an máta. Að því loknu hoppaði hún út í ís­kalda Jöklu og synti svo í land. Hún end­ur­tók svo leik­inn.

Fólk varað við að synda í Stuðlagili

Sum­arið 2020 fór að bera á því að ferðamenn tækju sund­sprett í Stuðlagili, en staður­inn hef­ur notið gríðarlegra vin­sælda á síðustu árum. Hins veg­ar hef­ur verið varað við því að synda í Stuðlagili þar sem lúmsk­ur straum­ur í ánni geti verið afar hættu­leg­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert